IS EN

Hringbrautin - kringum Kerlingarfjöll á 3 dögum

Árið 2010 var formlega opnuð ný gönguleið og gefst göngufólki tækifæri á að kynnast nýrri gönguleið sem er að ganga í kringum Kerlingarfjöll á 3 dögum. Hægt er að gista í tveim litlum fjallaskálum á leiðini, skálanum Klakk við Suðausturhorn Kerlingarfjalla og skála í Kisubotnum við NA horn Fjallanna. Með þessu má skipta um það bil 50 KM leið í 3 dagleiðir, en gengið er um fjölbreytt landslag, bæði í og við fjöllin.