Hátíðleg upplifun 

Aðventuhelgi 

Sælkeraveitingar, gisting og notaleg stemning í hálendisferð sem kemur þér í hátíðarskap. 

Hátíðleg upplifun 

Aðventuhelgi 

Sælkeraveitingar, gisting og notaleg stemning í hálendisferð sem kemur þér í hátíðarskap. 

Hátíðlegt á hálendinu

Hátíðleg stund á hálendinu

Upplifðu eitthvað nýtt á aðventunni og njóttu hennar í kyrrðinni á hálendinu. Í þessari hátíðlegu ferð býðst gestum ýmist að gista eina nótt eða tvær, og njóta allrar helgarinnar á fjöllum. 

Á laugardagskvöldinu verður boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð á veitingastaðnum og yfir borðhaldinu verða spilaðir ljúfir tónar. Á bæði föstudags- og laugardagskvöld verður auk þess boðið upp á töfrandi sögustund við arineld í notalegu setustofunni okkar og stjörnuskoðun. 

Yfir daginn verður gestum svo boðið í afþreyingu dagsins. Gestgjafinn okkar, sem er sérfróður um svæðið, mun leiða gesti út í einstaka náttúruna og deila sögum af þessum afskekktu slóðum. Þá er kjörið að heimsækja Hálendisböðin, en aðgangur fylgir gistingu á hótelinu. 

Tvær helgar í boði:

  • 21.-23. nóvember

  • 28.-30. nóvember

Bóka

Verð   

Gisting í eina nótt, morgunmatur, jólahlaðborð með lifandi tónlist, fordrykkur, sögustund, stjörnuskoðun og afþreying dagsins fyrir tvo gesti:

  • Standard einstaklingsherbergi: 64.100 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 37.200 kr.

  • Standard herbergi (double eða twin): 87.000 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 43.200 kr.

  • Deluxe einstaklingsherbergi: 83.700 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 56.800 kr.

  • Deluxe herbergi (double eða twin): 109.000 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 65.200 kr.

  • Svíta: 155.000 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 111.200 kr.

  • Einkaskáli: 137.400 kr. Aukanótt á laugardegi, með morgunverði, kostar 93.600 kr.

Bóka

Innifalið:

  • Gisting ýmist í eina eða tvær nætur 

  • Jólahlaðborð með lifandi tónlist á laugardagskvöldi

  • Morgunverður 

  • Afþreying dagsins 

  • Aðgangur að Hálendisböðunum 

  • Sögustund og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa) 

Matseðill 

Boðið verður upp á úrval af gómsætum hátíðarmat. Humarsúpa og forréttaplatti verður reiddur á borð en aðalréttur og eftirréttur á hlaðborði. 

+ Skoða matseðil 

Dagskrá

Föstudagur
  • Lagt af stað á eigin vegum eða í bókaðri jeppaferð (ökumenn skulu kynna sér færð vel, sjá hér)

  • Innritun á hótel 

  • Kvöldverður à la carte á veitingastaðnum

  • 20:30 Sögustund og stjörnuskoðun

Laugardagur
  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • Afþreying dagsins og Hálendisböðin

  • 17:00 Sögustund og fordrykkur 

  • 18:00 Jólahlaðborð og lifandi tónlist

  • 21:30 Stjörnuskoðun

Sunnudagur
  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • 13:00 Útritun og brottför

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna

Algengar spurningar