Gönguleið

Ásgarður – fjall goðanna

Gönguleið

Ásgarður – fjall goðanna

Lengd

3 km

Tími

3 klst.

Hækkun

250 m

Aldurstakmark

8 ára

Erfiðleikastig

Umsjón: Útihreyfingin

Verð: 15.900 kr. á mann

Tímabil: Allt árið

Áætlun: Fimmtudaga kl. 15:00 frá 1. júlí-15. september

Einkaferðir: Í boði fyrir að lágmarki 8 þátttakendur. Verð frá 20.900 kr. á mann. Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu þar sem gangan hefst.

Hækkun: 250 m

Búnaður fylgir: Broddar og snjóþrúgur ef þarf

Erfiðleikastig: Flestum fært

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 6/16

Lýsing:

Svæðið okkar í Kerlingarfjöllum er staðsett við rætur Ásgarðsfjalls. Samkvæmt norrænni goðafræði var Ásgarður heimili ásanna og í þessari fjölskylduvænu göngu fræðumst við um goðin og tengsl Íslendinga við þessa fornu trú sem enn er iðkuð. Nöfn á borð við Þór, Óðinn, Loki og Freyja – sem urðu heimsþekkt með útgáfu Marvel kvikmyndanna – eru öll algeng á Íslandi. Sé flett upp í símaskránni kemur í ljós að nú eru að minnsta kosti fjórir Íslendingar sem bera nafnið Þór og eru synir Óðins!

Gönguleiðin verðlaunar þátttakendur með óviðjafnanlegu útsýni yfir miðhálendið. Til norður og suðurs sér í vegaslóða sem Íslendingar til forna riðu yfir, oft og tíðum í hættulegum aðstæðum, til að bera fregnir á milli landshluta. Við fáum innsýn inn í forna tíð sem íslenskar sögur hafa varðveitt og halda áfram að vera innblástur í sögusköpun, líkt og Hringadróttinssaga, Marvel og Game of Thrones bera vitni um.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól, sólgleraugu, vatnsflösku. Ef þú átt göngustafi mælum við með að taka þá með.

Afbókanir og breytingar

Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.

Einkaferðir:

  • Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu

  • Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar

  • Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd