Gönguleið

Hulin saga hálendisins

Gönguferðir með leiðsögn

Falinn fjársjóður fjallana

Lengd

4 km

Tími

3 klst.

Aldurstakmark

5 ára

Erfiðleikastig

Umsjón: Útihreyfingin

Verð: 14.900 kr. á mann

Tímabil: Júní-september

Áætlun: Miðvikudaga kl. 15:00 og laugardaga kl. 9:00 frá 1. júlí-15. september

Einkaferðir: Í boði fyrir að lágmarki 10 þátttakendur. Verð frá 19.900 kr. á mann. Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Hækkun: Lítil sem engin

Búnaður fylgir: Enginn

Erfiðleikastig: Flestum fært

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 10/16

Lýsing: Á 13. öld komu áttatíu musterisriddarar brynjuklæddir til Íslands. Hvers vegna? Vísinda- og fræðimenn hafa árum saman reynt að leysa ráðgátuna og nýverið hafa sjónir þeirra beinst að afskekktum stað, lengst inni í Kerlingarfjöllum. Þessi einstaki staður er skreyttur fossum, djúpum gjám og holum og sprungum hvert sem er litið.

Á þessari þægilegu göngu mun leiðsögumaður segja þátttakendum töfrandi sögu af krossferðum riddara og sýna áfangastaðinn sem líkist náttúrulegu hringleikahúsi sem hefur verið byggt inn í nærliggjandi kletta og grjót. Margir telja að staðurinn hylji einn mesta dýrgrip mannkynssögunnar, hið heilaga gral. Finnur þú dýrgripinn? Mundu eftir svipunni og hattinum – staðalbúnaður fyrir ævintýraþyrsta fornleifafræðinga á borð við Indiana Jones!

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.

Vatn, snarl og léttan hádegisverð.

Afbókanir og breytingar

Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.

Einkaferðir:

  • Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu

  • Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar

  • Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd