Gönguleið

Leiðangur á Loðmund

Gönguferðir með leiðsögn

Krefjandi fjallaleiðangur

Lengd

10 km

Tími

9 klst.

Hækkun

600 m

Aldurstakmark

12 ára

Erfiðleikastig

Tímabil: 15. júní - 30. september

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Hækkun: 500-600 m

Búnaður fylgir: Ísaxir, broddar, hjálmar og belti með karabínu 

Erfiðleikastig: Krefjandi, þátttakendur ættu að vera í góðri þjálfun

Hámarksfjöldi: 4

Í þessari ferð er gert ráð fyrir einum leiðsögumanni fyrir hverja fjóra gesti.

Lýsing:

Loðmundur er hæsti tindur Kerlingarfjalla til norðurs. Loðmundur er brattur, keilulaga tindur sem freistar flestra fjallgöngugarpa. Gangan sjálf er krefjandi og liggur ýmist yfir jökulbreiður eða fjallakamba. Til að ná á toppinn þarf að klifra upp brattann með aðstoð reipis síðasta spölinn.

Sérfróðu og þaulreyndu leiðsögumennirnir okkar leiða hópinn og tryggja að leiðin sé örugg. Þessi ganga er ekki fyrir lofthrædda.

Það jafnast ekkert á við að sigra toppinn eftir krefjandi leiðangur – og fá óviðjafnanlegt útsýni að launum.

Ferðin er aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.

Vatn, snarl og léttan hádegisverð.

Afbókunarskilmálar:

Afbókun þarf að berast að minnsta kosti 10 dögum fyrir komu. Eftir það er ferðin óendurgreiðanleg.

Bóka