Gönguleið

Leiðin um ótroðnar slóðir

Gönguferðir með leiðsögn

Einstök ferð

Lengd

13 km

Tími

5 klst.

Hækkun

850 m

Aldurstakmark

12 ára

Erfiðleikastig

Umsjón: Útihreyfingin

Verð: 22.900 kr. á mann

Tímabil: Júní-september

Áætlun: Mánudaga kl. 9:00 frá 1. júlí-15. september

Einkaferðir: Í boði fyrir að lágmarki 5 þátttakendur. Verð frá 29.900 kr. á mann. Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Hækkun: 850 m

Búnaður fylgir: Enginn

Erfiðleikastig: Getur verið krefjandi, þátttakendur ættu að vera í ágætri þjálfun

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 5/12

Lýsing:

Mögnuð leið um slóða sem fléttast í gegnum afskekkt svæði sem almenningur fær sjaldan að sjá; snjóbreiður, veðurbarna kletta, fagurlituð gljúfur og virk háhitasvæði.

Slóðinn leiðir okkur umhverfis fjallið Mæni og niður á öðrum stað á heimleiðinni. Leiðin býður upp á stórfenglega jöklasýn og tækifæri til að fara um einhver afskekktustu svæði Kerlingarfjalla.

Við göngum eða hlaupum yfir snjó, sand, grjót og leir og yfirleitt er enginn stígur sjáanlegur. Fjölbreytt landslagið mun eflaust hægja á okkur, ekki aðeins vegna þess að það er krefjandi yfirferðar heldur líka vegna þess við viljum stoppa og njóta náttúrufegurðarinnar sem umlykur okkur.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, góða skó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.

Vatn, snarl og léttan hádegisverð.

Afbókanir og breytingar

Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.

Einkaferðir:

  • Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu

  • Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar

  • Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd