Á hæstu tinda

Fimm toppar

Við klífum fimm hæstu tinda Kerlingarfjalla í krefjandi og skemmtilegri fjallgönguhelgi.

16.-18. ágúst

Fimm toppa fjallgönguhelgi

Í þessari mögnuðu ferð er farið í krefjandi og stórskemmtilega göngu um friðlandið þar sem markmiðið er að toppa hæstu tinda á svæðinu. Í ferðinni, sem fer fram helgina 16.-18. ágúst, eru tveir vel skipulagðir göngudagar. Á laugardeginum klífum við fimm hæstu fjallstinda í Kerlingarfjöllum sem allir eru á lista yfir hundrað hæstu fjöll á Íslandi. Topparnir fimm eru Loðmundur, Snót, Snækollur, Hverahnúkur og Fannborg. Á sunnudeginum förum við Mænishringinn og göngum ef til vill upp á Mæni/Ögmund. Við förum jafnvel að sjálfri Kerlingu, klettadranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.

Við bjóðum gestum ýmist að taka eingöngu þátt í gönguferðunum eða að bóka ferð með gistingu, veitingum og aðgangi að Hálendisböðunum auk gönguferðanna.

Dagskrá

Hér er áætluð dagskrá fyrir helgina. Athugið að dagskrárliðir á hóteli og veitingastað gilda aðeins um gesti sem bóka ferð með gistingu, veitingum og aukaþjónustu.

Föstudagur

  • 16:00 Innritun

  • 19:00 Kvöldverður á eigin vegum

  • Kynning og undirbúningsfundur (allir þátttakendur)

Laugardagur

  • 07:00-10:00 Morgunverður

  • Brottför í göngu dagsins

  • 18:00-20:30 Kvöldverðarhlaðborð

  • Hálendisböðin

  • Sögustund, fordrykkur og stjörnuskoðun ef aðstæður leyfa

Sunnudagur

  • 07:00-10:00 Morgunverður

  • Brottför í göngu dagsins

  • 12:00 Útritun

Athugið að þetta er áætluð dagskrá sem gæti breyst þegar nær dregur.

Verð og innifalin þjónusta

Athugið að gestir hafa val um að bóka rútuferð fyrir aukagjald. Hafið samband við söludeild til að bóka annars konar herbergi en hér er gefið upp.

Einungis gönguferðir

  • Verð: 32.500 kr. á mann

  • Innifalið:

    • Gönguferðir á vegum Útihreyfingarinnar

    • Kynning og undirbúningsfundur á föstudagskvöldi

    • Ferðin er tvær nætur/þrír dagar og þurfa þátttakendur að vera mættir í Kerlingarfjöll á föstudegi.

Helgarferð

  • Verð: 121.700 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

  • Innifalið:

    • Gönguferðir með leiðsögn á vegum Útihreyfingarinnar

    • Kynning og undirbúningsfundur á föstudagskvöldi

    • Gisting í tvær nætur á hótelinu

    • Aðgangur að Hálendisböðunum

    • Morgunverðir

    • Kvöldverðarhlaðborð á laugardegi

    • Einn nestispakki

Bókunarbeiðni

Frekari upplýsingar

Gestir koma með viðeigandi göngubúnað, þ.m.t. stafi, léttan bakpoka og góða gönguskó með ökklastuðningi. Við bendum gestum einnig á að klæða sig eftir veðri og aðstæðum, taka með sér hlaðinn farsíma og hafa vatn og létt snarl meðferðis.

Lágmarksþátttaka í ferðina miðast við 10 bókaða þátttakendur. Ferðin er ekki staðfest nema að lágmarksþátttaka náist.