Kerlingarfjöll

Fjallahjólahelgi

Krefjandi og skemmtileg fjallahjólaferð í stórbrotnu umhverfi Kerlingarfjalla yfir verslunarmannahelgina.

2.-5. ágúst

Hjólreiðaævintýri á hálendinu

Í samstarfi við Útihreyfinguna höldum við í ævintýralega fjallahjólaferð þar sem hjólað er réttsælis í kringum Kerlingarfjöll og njótum alls sem síbreytilegt umhverfið býður upp á. Komdu með fjallahjólið og útilegubúnaðinn og búðu þig undir alveg ógleymanlega verslunarmannahelgi.

Þátttakendur mæta í Kerlingarfjöll á föstudegi og hjóla af stað á laugardagsmorgni þar sem hópurinn fer um Kisubotna. Að dagleiðarlokum verður tjöldum svo slegið upp í námunda við Klakk. Á sunnudeginum er hringnum lokað þar sem hjólað er um Leppistungur og svo haldið til baka. Ferðin endar með gæðakvöldverði í Kerlingarfjöllum. Hópurinn hefur einnig aðgang að Hálendisböðunum, þar sem hægt er að slaka vel á fyrir heimferð á mánudagsmorgni.

Bókunarbeiðni

Dagskrá

Þátttakendur koma í Kerlingarfjöll á eigin vegum.

Við eigum saman undirbúningsfund á hótelinu á föstudagskvöldinu og nærum hug og anda fyrir ferð.

Yfir helgina ferðumst við réttsælis hringinn í kringum Kerlingarfjöll, sláum upp tjaldbúðum á miðri leið og komumst nær náttúrunni.

Að góðum hjólatúr loknum býðst að hvíla lúin bein, borða góðan kvöldmat, nýta Hálendisböðin og njóta endurheimtarinnar í góðum félagsskap.

Föstudagur 2. ágúst

 • Þátttakendur koma í Kerlingarfjöll

 • Undirbúningsfundur um kvöldið

 • Gist í Kerlingarfjöllum

Laugardagur 3. ágúst

 • Lagt snemma af stað í hjólaferð um Kisubotna

 • Endað við Klakk þar sem verður grill og fjallastemning um kvöldið (hótelið sér um trúss fyrir tjöld og mat)

 • Tjöldum slegið upp (gestir koma með eigin tjaldbúnað sem fluttur verður á næturstað)

 • Allur matur þennan dag er innifalinn

Sunnudagur 4. ágúst

 • Haldið áfram og hjólað um Leppistungur

 • Ferð endar aftur í Kerlingarfjöllum og Hálendisböðum

 • Allur matur þennan dag er innifalinn

Mánudagur 5. ágúst

 • Útritun er klukkan 11:00

Verð

 • 123.000 kr. á mann

 • Lágmarksþátttaka miðast við 12 manns

Gist er í svefnskálum fyrstu og síðustu nóttina, hægt er að hafa samband við okkur til þess að athuga með annars konar gistimöguleika

Innifalið

 • Fyrsta og þriðja nóttin í svefnpokaplássi í svefnskálum (í sameiginlegu rými eða einkanípum fyrir 2-3)

 • Morgunverður, hádegisverður og nesti á laugardegi og sunnudegi

 • Grill á laugardegi og kvöldverður á sunnudegi

 • Leiðsögn í þrjá daga

 • Undirbúningsfundur með leiðsögumönnum

 • Trúss

 • Aðgangur í Hálendisböðin á sunnudagskvöldi

Mikilvægar upplýsingar

Búnaður sem þátttakendur taka með sér:

 • Hjól

 • Hjálmur

 • Hlífar (eftir þörfum/venjum hvers og eins)

 • Hlífðarfatnaður

 • Tjald/tjöld

 • Svefnpoki

 • Tjalddýna (eftir þörfum/venjum hvers og eins)

 • Eigin matur ef þátttakandi ætlar ekki að borða á veitingastað hótelsins á föstudegi og mánudegi

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bókunarbeiðni

Hiking - Kerlingafjöll - Highland Base
campsite
campsite
campsite
campsite
Hiking in Kerlingarfjöll - Highland Base