Kerlingarfjöll

Fjallaskíðaævintýri

Krefjandi leiðangur fyrir vant fjallaskíðafólk. Við skíðum fáfarnar leiðir í Kerlingarfjöllum og söfnum eins mörgum tindum og hægt er.

Í samstarfi við útihreyfinguna

Æsispennandi fjallaskíðaveisla

19.-21. apríl 2024

Í samstarfi við Útihreyfinguna höldum við í þriggja daga fjallaskíðaveislu þar sem þátttakendur skíða og skinna um allt Kerlingarfjallasvæðið og safna eins mörgum tindum og kostur er. 

Kerlingarfjöll eru stórkostlegur áfangastaður fyrir fjallaskíðafólk. Fjallabálkurinn geymir bæði háa og lága tinda, með stuttum, löngum, aflíðandi og krefjandi brekkum. Að auki er það einstætt á heimsvísu að hægt sé að skíða í gegnum gufubólstra niður að kraumandi hverasvæði. Upplifuninni verður hreinlega ekki lýst með orðum. 

Í þessari ferð, sem er ætluð nokkuð vönu fjallaskíðafólki, verður leitast við að skíða utan alfaraleiðar og ferðast með skíðin á fótunum á milli fjallstoppa. Hópurinn mun fara á milli þriggja gufuspúandi hverasvæða auk þess að beina sjónum að fáfarnari fjöllum á borð við Ögmund, Hött og Tind. Þessa helgi verður snjótroðari á svæðinu sem sér um að flytja gesti frá hótelinu upp að Fannborg. Þar er hægt að skinna og halda fjallaförinni áfram.

Bóka

Dagskrá

Við hittumst í Skjóli um hádegi á föstudegi og höldum saman í Kerlingarfjöll á stórdekkjaðri fjallarútu. Við skíðum alla dagana. Á bæði laugardag og sunnudag förum við í fjallið strax eftir morgunverð og rennum okkur fram eftir degi. Þess á milli njótum við góðra veitinga, slökum á í heitu böðunum og njótum alvöru après ski stemningar við arineld í setustofunni.

Föstudagur 19. apríl

  • 12:00 Brottför frá Skjóli

  • 15:30 Haldið frá hóteli

  • 17:30 Fordrykkur

  • 19:00 Kvöldverður

  • 20:30 Kvöldvaka

Laugardagur 20. apríl

  • 07:30 Morgunverður

  • 08:30 Haldið frá hóteli

  • 12:00 Hádegishlé í fjallinu

  • 19:00 Kvöldverður

  • 20:30 Kvöldvaka

Sunnudagur 21. apríl

  • 07:30 Morgunverður og útritun

  • 08:30 Haldið frá hóteli

  • 12:00 Hádegishlé í fjallinu

  • 15:00 Brottför, keyrt í Skjól

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst. Útihreyfingin hefur samband þegar nær dregur og staðfestir dagskrá.

Verð

Deluxe Twin/Double

  • 174.900 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

  • 201.600 kr. (einn gestur í herbergi) *

Deluxe Family

  • 183.300 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

Svíta

  • 213.900 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

Einkaskáli

  • 207.400 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

*Hafið samband við söludeild til að bóka eins manns herbergi.

Innifalið:

  • Gisting í tvær nætur

  • Akstur í fjallarútu frá Skjóli í Kerlingarfjöll, og til baka

  • Máltíðir (tveir morgunverðir, tveir kvöldverðir, tvö hádegisnesti)

  • Après ski fordrykkur

  • Aðgangur að böðum

  • Undirbúningsfundur, leiðsögn, búnaðarskoðun og utanumhald á vegum Útihreyfingarinnar

Meira um ferðina

Bókunarskilmálar

Ferðina þarf að greiða við bókun.

Ferðin er endurgreidd að fullu ef afbókun berst að minnsta kosti 30 dögum fyrir brottför. Helmingur fargjalds er endurgreiddur ef afbókun berst 14-30 dögum fyrir brottför. Ef afbókun berst innan við 14 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd.

Upp geta komið ófyrirsjáanlegar aðstæður, svo sem alvarleg veikindi eða slys. Við ítrekum því við þátttakendur að skoða tryggingar sínar vel og kaupa ferða-, slysa-, sjúkra- og forfallatryggingar eftir því sem við á.

Lágmarksþátttaka í allar ferðir Útihreyfingarinnar miðast við tíu manns. Útihreyfingin staðfestir ekki brottför í ferðir nema lágmarksþátttöku sé náð.

Vinsamlegast kynntu þér vandlega almenna skilmála ferðarinnar á vefsíðu Útihreyfingarinnar.  

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka