Sumarævintýri

Fjölskyldudagur

Fjölskylduvænn könnunarleiðangur, fjörugir leikir og ljúffengt vöfflukaffi.

Sumarganga með leiðsögn

Fyrir alla fjölskylduna

Dagana 6. júlí og 10. ágúst höldum við sérstaka fjölskyldudaga í fjöllunum. Yfir daginn förum við í hressandi og skemmtilegan leiðangur um náttúruperluna í Kerlingarfjöllum. Við höldum í giljagöngu, leitum uppi fannir og rennum okkur eftir snjónum. Við reynum líka fyrir okkur með eldamennsku á hverasvæðinu og matreiðum pylsur og egg. Þrautreyndir leiðsögumenn Útihreyfingarinnar sjá til þess að vísa veginn og segja töfrandi sögur af útilegumönnum, örnefnum og forynjum. Um kvöldið verður fjörug kvöldvaka þar sem við hlustum á drauga- og tröllasögur og eigum saman góða stund í setustofunni á hótelinu.

Ferðin er sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldufólk og hentar börnum frá 5 ára aldri. Yngri börn geta verið í göngupoka framan á eða á baki fullorðna fólksins.

Við leggjum af stað frá hótelinu kl. 11:00. Við bendum þátttakendum á að koma með gott nesti en einnig er hægt að panta nestispakka á veitingastaðnum okkar. Ferðin mun taka mið af veðri og vindum og verður aðlöguð eftir aðstæðum hverju sinni.

Skráning

Nánari upplýsingar

Verð: 14.900 kr. fyrir fullorðna (frítt fyrir börn 11 ára og yngri)

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 16/25

Tímalengd: 4-5 klst.

Innifalið:

  • Gönguferð með leiðsögn

  • Vöfflukaffi á veitingastað hótelsins eftir göngu

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Highland Base Restaurant - Waffles
Activity Host - Kerlingarfjöll Highland Base