Þægindi á fjöllum

Einkaskáli

Glæsilegir einkaskálar hannaðir með hámarksþægindi í huga. Algjört næði í nánd við náttúruna í Kerlingarfjöllum.

Griðastaður á hálendinu

Einkaskáli

Einkaskáli hannaður með alvöru þægindi í huga þar sem hvert smáatriði er úthugsað með einstaka upplifun í huga. Í hverjum skála er notaleg setustofa. Stórir gluggar sjá til þess að náttúruleg birta umlyki rýmið og veita óviðjafnanlegt útsýni yfir stórfenglegt umhverfið. Einstakt athvarf eftir ævintýri í óbyggðunum.

Nærandi og notalegt

Innifalið

Innifalið í gistingunni er morgunverðarhlaðborð, WiFi og aðgangur að böðunum sem opna í vetur. Á veturna er öllum gestum einnig boðið í sögustund í setustofunni ásamt drykk og stjörnuskoðun með leiðsögn.

Tvær tegundir í boði

Einkaskálarnir eru ýmist með svefnsófa eða hefðbundnum sófa.

Einkaskáli

  • Stærð: 44 m²

  • Sérinngangur*

  • Rúm: Hjónarúm

  • Fjöldi gesta: 2 fullorðnir

*Hægt er að tengja tvo skála í einn 88 m² skála

Nánar

Einkaskáli með svefnsófa

  • Stærð: 44 m²

  • Sérinngangur

  • Rúm: Hjónarúm og svefnsófi

  • Fjöldi gesta: 4 gestir (tveir fullorðnir og tvö börn)

Nánar

Allir einkaskálar

  • Setustofa

  • Te-/kaffiaðstaða

  • Baðherbergi með sturtu

  • Stór útsýnisgluggi

  • Hárþurrka, handklæði

  • Sturtusápa, sjampó, hárnæring, handáburður, handsápa

Vellíðan á fjöllum

Böðin

Láttu líða úr þér í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla. Aðgangur að böðunum fylgir með gistingu á hóteli, hosteli eða í einkaskála. Við opnum í vetur.

Skoða

Bragðgóðar hefðir

Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn sameinar hefðbundna íslenska matargerð, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum. Sannkölluð bistró-stemning á hálendinu.

Skoða

Vetrarævintýri

Stjörnuskoðun

Myrkrið í Kerlingarfjöllum skapar kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október-apríl.

Endurnærandi fróðleikur

Sögustund á vetrarkvöldi

Við bjóðum gestum upp á drykk á meðan sérfróða starfsfólkið okkar segir okkur allt sem það veit um Kerlingarfjöll. Þau deila sögum af fyrstu göngugörpunum til að sigra tindana í Kerlingarfjöllum á 5. áratugnum, fræða okkur um nærliggjandi náttúru og útskýra þróun mannvirkjagerðar í þessum afskekktu og krefjandi aðstæðum — allt frá byggingu fyrsta skálans til skíðaskólans margrómaða, og áfram um hótelið sem nú er risið.

Boðið er upp á sögustund ásamt drykk á hverjum degi kl. 17:00 í október-maí.