Hlýtt og heimilislegt

Hostel

Herbergin okkar umvefja þig hlýju og sveitasjarma.

Einföld þægindi

Hostel á hálendinu

Einföld gisting í tveggja manna herbergjum eða fjölskylduherbergjum sem eru í senn notaleg og nútímaleg.

Nærandi afslöppun

Innifalið

Innifalið í gistingunni er morgunverðarhlaðborð og WiFi. Á veturna er öllum gestum einnig boðið í sögustund í setustofunni ásamt drykk og stjörnuskoðun með leiðsögn.

Einkaherbergi

Hlýleg tveggja manna herbergi með allt til alls til að slaka vel á í hjarta hálendisins. Ef ævintýraþráin gengur í ættir henta fjölskylduherbergin fullkomlega en þar eru kojur í Queen-stærð.

Tveggja manna herbergi

  • Stærð: 18 m²

  • Rúm: 2 einstaklingsrúm

  • Fjöldi gesta: 2 fullorðnir

  • Sérbaðherbergi með sturtu

Fjölskylduherbergi

  • Stærð: 18 m²

  • Rúm: Kojur í Queen-stærð

  • Fjöldi gesta: 4 einstaklingar (2 fullorðnir / 2 börn)

  • Sérbaðherbergi með sturtu

Bragðgóðar hefðir

Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn sameinar hefðbundna íslenska matargerð, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum. Sannkölluð bistró-stemning á hálendinu.

Skoða

Vetrarævintýri

Stjörnuskoðun

Myrkrið í Kerlingarfjöllum skapar kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október-apríl.

Endurnærandi fróðleikur

Sögustund á vetrarkvöldi

Við bjóðum gestum upp á drykk á meðan sérfróða starfsfólkið okkar segir okkur allt sem það veit um Kerlingarfjöll. Þau deila sögum af fyrstu göngugörpunum til að sigra tindana í Kerlingarfjöllum á 5. áratugnum, fræða okkur um nærliggjandi náttúru og útskýra þróun mannvirkjagerðar í þessum afskekktu og krefjandi aðstæðum — allt frá byggingu fyrsta skálans til skíðaskólans margrómaða, og áfram um hótelið sem nú er risið.

Boðið er upp á sögustund ásamt drykk á hverjum degi kl. 17:00 í október-maí.