Kerlingarfjöll

Heilsuferð á hálendinu

Endurnærandi ferð fyrir konur þar sem áhersla er lögð á heilsu og vellíðan.

Kerlingarfjöll

Heilsuferð á hálendinu

Endurnærandi ferð fyrir konur þar sem áhersla er lögð á heilsu og vellíðan.

Helgarferð

Núvitund, næring og vellíðan

Við bjóðum konum á sannkallaða heilsuhelgi í stórfenglegu umhverfi á hálendinu dagana 16.-18. maí. Þátttakendur munu njóta endurnærandi stunda þar sem áhersla verður lögð á bæði andlega og líkamlega heilsu og heilsueflingu, ýmist með fyrirlestrum, jóga, náttúrugöngu eða afslöppun í Hálendisböðunum. Ferðinni fylgir gisting á nýju og notalegu hóteli í stórfenglegu umhverfi. Boðið verður upp á holla og hreina fæðu sem kokkarnir á veitingastaðnum töfra fram fyrir gesti. Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Akstur á hálendið er ekki innifalinn í ferðinni, gestir geta bókað akstur gegn gjaldi.

Ásdís Ragna grasalæknir verður á staðnum og stendur fyrir fræðslu um kvenheilsu og næringu með áherslu á hvatningu til jákvæðra lífstílsbreytinga. María Dalberg jógakennari mun svo leiða gesti í gegnum mjúka Yin jóga tíma og jóga Nidra djúpslökun ásamt núvitundarhugleiðslum á þessu einstaka svæði þar sem orkan er alltumlykjandi.

Bóka núna

Dagskrá

Yfir helgina munum við fara í léttar gönguferðir með leiðsögn, stunda endurnærandi jóga, fá heilsumiðaða fræðslu og njóta líðandi stundar í heitu Hálendisböðunum.

Föstudagur

  • 08:00 Lagt af stað frá Skógarhlíð 10 (Vinsamlegast athugið að á veturna er aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Bóka þarf akstur sérstaklega)

  • 12:00 Hádegisverður

    • Pönnusteikt bleikja með smælki og fennel

  • Létt súrefnisganga og saga Kerlingarfjalla

  • 15:00 Innritun og heilsudrykkur

  • 17:00 Náttúrujóga (45 mín., fer eftir veðri)

  • 19:00 Kvöldverður

    • Sérvalinn à la carte matseðill

  • Hálendisböðin

Laugardagur

  • 08:00-10:00 Morgunverður

  • 11:30 Hveradalir (rútuferð og ganga)

  • 13:00 Hádegisverður

    • Kjötsúpa með lambi, rófum og kartöflum

  • 14:00 Heilsufyrirlestur um kvenheilsu og næringu

  • 15:30 Síðdegishressing

    • Berjaþeytingur, ávextir og hnetumix

  • 16:30 Yin jóga (ýmist inni eða úti, fer eftir veðri)

  • 19:00 Kvöldverður

    • Sérvalinn à la carte matseðill

  • Hálendisböðin

Sunnudagur

  • 08:00-10:00 Morgunverður

  • 10:00 Jóga Nidra (30 mín. innandyra)

  • Hálendisböðin

  • 12:00 Útritun og nesti fyrir heimferð

  • 13:00 Heimferð

Verð

Deluxe Twin/Double

  • 133.500 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

  • 155.000 kr. á mann (einn gestur í herbergi)

Hafið samband við söludeild til að bóka eins manns herbergi.

Bóka núna

Innifalið

  • Gisting í tvær nætur í deluxe hótelherbergi

  • Máltíðir (tveir morgunverðir, tveir kvöldverðir, tveir hádegisverðir)

  • Heilsudrykkur og síðdegishressing

  • Aðgangur að Hálendisböðunum

  • Heilsufyrirlestur

  • Yin jóga og jóga Nidra

  • Léttar gönguferðir með leiðsögn

Ferðin til fjalla

Á veturna bjóðum við upp á akstur um krefjandi, snævi þakta hálendisvegina á sérútbúnum fjallajeppum. Búðu þig undir óviðjafnanlega ferð um stórbrotið vetrarlandslag öræfanna.

Bóka akstur

María Dalberg

María Dalberg er menntuð leikkona og jógakennari. Hún hefur lokið jógakennaranámi með áherslu á Ashtanga jóga og Baptiste Power jóga auk náms í jóga Nidra og núvitundarhugleiðslum. María hefur kennt jóga og hugleiðslur í meira en tíu ár í stúdíóum, fyrirtækjum og hjá íþróttafélögum. Hún brennur fyrir öllu sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu, er hvetjandi og gefandi kennari sem stuðlar að vexti og kappkostar að nemendur hennar upplifi jákvæða umbreytingu á líkama og sál.

Ásdís Ragna Einarsdóttir

Ásdís Ragna útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin viðtalsstofu um árabil. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um land allt fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Ásdís Ragna leggur áherslu á að efla og hvetja einstaklinga til jákvæðra lífsstílsbreytinga með því að stuðla að heilbrigðari lífsvenjum.

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna