Í samstarfi við Útihreyfinguna

Ævintýralegt fjallaskíðanámskeið

Komdu með á fjallaskíðanámskeið á afskekktum slóðum sem fæstir fá nokkurn tímann að sjá. Hentar byrjendum og lengra komnum.

Helgarferð

Fjallaskíði í hjarta hálendisins

Í samstarfi við Útihreyfinguna höldum við stórskemmtilegt fjallaskíðanámskeið helgina 22.-24. nóvember. Í Kerlingarfjöllum, vöggu íslenskrar skíðamenningar, hafa Íslendingar lært að skíða í fjölda ára. Skipt verður í getuhópa svo námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum á fjallaskíðum. Þrautreyndir skíðakennarar kenna byrjendum tökin, aðstoða lengra komna við að fínpússa tæknina og sjá til þess að veita hverjum og einum einstaklingsmiðaða leiðsögn.

Í Kerlingarfjöllum má finna brekkur við allra hæfi, allt frá þægilegum aflíðandi byrjendabrekkum yfir í snarbrattar jökulhlíðar. Það jafnast ekkert á við að ferðast vítt og breitt um þessa fallegustu útsýnistinda landsins með fjallaskíðin á fótunum og koma niður á allt öðrum stað en upp var farið.

Auk skíðakennslu fylgir gisting, máltíðir, aðgangur að Hálendisböðunum og fleira með þessari ævintýralegu helgarferð.

Bóka

Dagskrá

Við tökum skíðin fram strax á föstudeginum og nýtum hverja stund sem við höfum í fjallinu þangað til seinni partinn á sunnudag, þegar haldið er aftur til byggða. Eftir skíðaævintýri dagsins bjóðum við á alvöru kvöldvökur að hætti Kerlingarfjalla, aprés ski stemningu, frábærar veitingar á notalega veitingastaðnum okkar, heimsóknir í Hálendisböðin og góða samveru. Ef veður og aðstæður leyfa stefnum við einnig á að fara í stjörnuskoðun

Föstudagur 22. nóvember

  • Innritun á hótel

  • 15:30 Haldið í skíðaleiðangur

  • 19:00 Kvöldverður

  • 20:30 Kvöldvaka og Hálendisböðin

Laugardagur 23. nóvember

  • 07:30 Morgunverður

  • 08:30 Haldið frá hóteli

  • 16:00 Haldið aftur á hótel, rætt um daginn og farið yfir myndbönd

  • 19:00 Kvöldverður

  • 20:30 Kvöldvaka og Hálendisböðin

Sunnudagur 24. nóvember

  • 07:30 Morgunverður og útritun

  • 08:30 Haldið frá hóteli

  • 15:00 Brottför til byggða

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst. Útihreyfingin hefur samband þegar nær dregur og staðfestir dagskrá.

Verð

Deluxe Twin/Double herbergi

  • 136.900 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

  • 173.300 kr. (einn gestur í herbergi)*

Standard hostelherbergi

  • 125.000 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

  • 149.000 kr. á mann (einn gestur í herbergi)*

Innifalið:

  • Gisting í tvær nætur

  • Máltíðir (morgunverðir og kvöldverðir)

  • Skíðakennsla, leiðsögn og utanumhald á vegum Útihreyfingarinnar

  • Après ski drykkur

  • Aðgangur að Hálendisböðunum

  • Stjörnuskoðun (háð veðri)

Meira um ferðina

Bókunarskilmálar

Ferðina þarf að greiða við bókun.

Ferðin er endurgreidd að fullu ef afbókun berst að minnsta kosti 30 dögum fyrir brottför. Helmingur fargjalds er endurgreiddur ef afbókun berst 14-30 dögum fyrir brottför. Ef afbókun berst innan við 14 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd.

Upp geta komið ófyrirsjáanlegar aðstæður, svo sem alvarleg veikindi eða slys. Við ítrekum því við þátttakendur að skoða tryggingar sínar vel og kaupa ferða-, slysa-, sjúkra- og forfallatryggingar eftir því sem við á.

Lágmarksþátttaka í allar ferðir Útihreyfingarinnar miðast við tíu manns. Útihreyfingin staðfestir ekki brottför í ferðir nema lágmarksþátttöku sé náð.

Vinsamlegast kynntu þér vandlega almenna skilmála ferðarinnar á vefsíðu Útihreyfingarinnar.  

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka