Æsispennandi helgarferð

Jeppaskóli Arctic Trucks

Lærðu að keyra sérútbúinn og fjórhjóldrifinn fjallajeppa um torfæra vegi á hálendinu.

Skoða

Kannaðu nýjar slóðir

Kraftmikil helgi

Sestu í ökumannssætið og lærðu allt sem þarf að vita um akstur á breyttum fjallajeppa í krefjandi og óvenjulegum aðstæðum. Við byrjum á 30 mínútna kynningu þar sem leiðsögumenn frá Arctic Trucks, sem eru þrautreyndir í akstri breyttra bíla, sýna ykkur allt sem þessi kraftmiklu farartæki geta gert.

Að kynningu lokinni er tímabært að setjast undir stýri. Næstu 90 mínúturnar keyrum við krefjandi vegi á meðan við virðum fyrir okkur stórbrotið landslagið. Eftir ökuferðina færðu þar til gert ökuskírteini frá Arctic Trucks sem staðfestir vel heppnaða kennslu í akstri þessara kraftmiklu ökutækja.

Dagsetning: 1.-3. mars 2024

Dagskrá

Við hittumst í Kerlingarfjöllum á föstudegi og hefjum kraftmikla og ævintýralega helgi þar sem við njótum góðra veitinga, endurnærandi afþreyingar og að sjálfsögðu æsispennandi ökukennslu.

Föstudagur

 • 13:00 | Brottför frá Skjóli

 • Sögustund og fordrykkur við komu

 • 19:00 | Kvöldverður (ekki innifalinn)

Laugardagur

 • 07:00-10:00 | Morgunverður

 • 10:00 | Afþreying með leiðsögn

 • Afternoon | Ökukennsla, ýmsir brottfarartímar

 • 19:00 | Kvöldverður (ekki innifalinn)

 • 20:30 | Möguleg stjörnuskoðun

Sunnudagur

 • 07:00-10:00 | Morgunverður

 • 10:00 | Afþreying með leiðsögn

 • 13:00 | Brottför frá Kerlingarfjöllum

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst.

Verð

Deluxe Twin/Double

123.660 kr. á mann (tveir gestir deila herbergi)

Svíta

160.000 kr. á mann (tveir gestir deila herbergi)

Einkaskáli

153.760 kr. á mann (tveir gestir deila herbergi)

Innifalið

 • Gisting í tvær nætur

 • Morgunverðarhlaðborð

 • Sögustund og fordrykkur á komudegi

 • Stjörnuskoðun (háð veðri og aðstæðum)

 • Afþreying dagsins á laugardags- og sunnudagsmorgni

 • Jeppaskóli á vegum Arctic Trucks á laugardeginum

 • Akstur frá Skjóli í Kerlingarfjöll, og til baka

Hápunktar ferðarinnar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum.

Nánar

Ökukennsla

Æsispennandi ferð á breyttum fjallajeppa á vegum Arctic Trucks.

Stjörnuskoðun

Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.

Nánar

Frekari upplýsingar um ferðina

Bókunarskilmálar

Helgarferðin er háð skilyrðum um lágmarksþátttöku og miðast lágmarksþátttaka við 6 bókaða gesti.

Upplifun sem gleymist aldrei

Tryggðu þér pláss í hörkuspennandi jeppaskóla í hjarta hálendisins.

Bóka