Páskatilboð

Fjölskyldufjör um páskana

Tilboð á gistingu og fjölskylduvæn páskadagskrá fyrir alla gesti! Komdu í páskaeggjaleit, hressandi útiveru og léttar göngur í hjarta hálendisins.

28. mars - 1. apríl

Fjörug helgi á fjöllum

Við sjáum til þess að páskahátíðin verði ógleymanleg og bjóðum þeim sem gista hjá okkur um páskana í fjöruga og fjölskylduvæna skemmtidagskrá í fjöllunum. Auk þess verðum við með sérkjör á gistingu yfir páskahelgina, 28. mars-1.apríl.

Við förum í páskaeggjaleit, rennum okkur í snjónum, hlustum á ævintýri, skoðum stjörnurnar á næturhimninum og förum í ævintýraleiðangra sem henta bæði ungum sem öldnum.

Þessa daga bjóðum við gestum einnig í tvær léttar göngur með leiðsögumönnum Útihreyfingarinnar. Í þeirri fyrri, sem við höfum kallað 50 orð um snjó, höldum við af stað yfir snævi þakið svæðið. Við komum okkur fyrir inni í snjóskýli og hlustum á ótrúlegar sögur um snjóflóð og vetrarferðalög yfir heitum kakóbolla. Seinni ferðin, Íslenskar rætur, er farin á laugardeginum. Við skellum snjóþrúgum undir skóna og örkum af stað á meðan leiðsögumaður segir sögur um afkomu Íslendinga í köldum og krefjandi aðstæðum og býður upp á hefðbundið íslenskt snarl. Við göngum að lítilli gjá, stoppum við náttúrulaug og dýfum þreyttum fótum í endurnærandi vatnið.

Bóka núna

Dagskrá

Við höfum skipulagt dagskrá fyrir dagana 28.-30. mars. Við leikum okkur úti í snjónum, förum í hressandi og fróðlegar gönguferðir, hlustum á sögur og skemmtum okkur á fjörugum kvöldvökum. Ef aðstæður leyfa er einnig hægt að fara í stjörnuskoðun. Föstudagurinn verður fjörugur og fullur af ævintýrum á borð við páskaeggjaleit, gönguferð og ævintýralega útiveru. Eftir morgunmat á laugardeginum skellum við svo snjóþrúgum undir skóna og örkum í átt að lítilli náttúrulaug áður en haldið er aftur til byggða.

Fimmtudagur

 • 16:00 Innritun

 • Kvöldvaka

Föstudagur

 • 07:00-10:00 Morgunverður

 • 10:00 Ganga: 50 orð yfir snjó

 • 14:30 Páskaeggjaleit

 • 19:00 Páskaveisla (ekki innifalið)

 • Rennum okkur á rassaþotum í snjónum

 • Sögustund og stjörnuskoðun ef aðstæður leyfa

Laugardagur

Athugið að þetta er áætluð dagskrá sem gæti breyst þegar nær dregur.

Verð

Tilboð gildir dagana 28. mars-1. apríl

Innifalið

 • Morgunverðarhlaðborð

 • Léttar gönguferðir með leiðsögn: 50 orð yfir snjó og Íslenskar rætur

 • Páskaeggjaleit

 • Sögustund og stjörnuskoðun

 • Rassaþotur aðgengilegar fyrir útiveru

 • Aðgangur að saunu

Páskaveisla

Á föstudagskvöldinu verður hátíðleg páskaveisla á veitingastaðnum okkar. Við bjóðum upp á hefðbundið páskalamb og meðlæti auk þess sem fleiri ljúffengir réttir verða á borðstólnum.

Verð: 12.900 kr. á mann (50% afsláttur fyrir börn 12 ára og yngri)

Ferðin til fjalla

Þátttakendur geta valið um að keyra á svæðið á eigin vegum eða að bóka akstur fyrir aukagjald.

Á eigin vegum: Yfir veturinn er aðeins fært til okkar á sérútbúnum fjallajeppa, enda geta veður og færð verið óútreiknanleg. Því er mikilvægt að gestir hafi aðgang að slíkum farartækjum, séu við öllu búnir og treysti sér til ferðarinnar. Hér eru upplýsingar um ferðalagið.

Akstur: Lagt er af stað frá Skjóli á föstudeginum kl. 13:00. Gestir aka sjálfir í Skjól (um 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík, skammt frá Geysi í Haukadal) og geta skilið bíla sína eftir þar. Við biðjum þátttakendur um að mæta stundvíslega.

Bóka akstur

Meira um ferðina

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna