Ógleymanlegt ævintýri  

Fjölskyldufjör um páskana

Um páskana bjóðum við upp á sérstök tilboð á gistingu og fjölskylduvæna dagskrá fyrir alla gesti.

17.-21. apríl

Ógleymanlegt ævintýri

Við sjáum til þess að páskahelgin verði ógleymanleg með viðburðaríkri og fjölskylduvænni páskadagskrá fyrir gesti Kerlingarfjalla. Þar að auki bjóðum við upp á frábær tilboð á gistingu þessa helgi. 

Við höldum í páskaeggjaleit, ærslumst í snjónum og njótum óviðjafnanlegs útsýnis í skemmtilegum ævintýraferðum sem henta ungum sem öldnum.  

Við bjóðum gestum okkar einnig í létta göngu að gömlu lauginni þar sem við gæðum okkur á heitu súkkulaði og kleinum.  

Bóka núna

Dagskrá

Dagskrá helgarinnar felur í sér fjölbreytta skemmtun; við leikum í snjónum, hlustum á sögur, höldum í göngur um svæðið og eigum notalegar kvöldstundir. Ef aðstæður leyfa verður farið í stjörnuskoðun og svo er aldrei að vita nema starfsfólk Kerlingarfjalla reisi snjóhús! 

Hótelið er opið frá fimmtudegi til mánudags. 

Komudagur 

  • 16:00 Innritun

  • 19:00 Kvöldverður 

  • Sögustund og stjörnuskoðun ef vel viðrar 

Heilir dagar 

  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • 10:30 Ganga

  • Leikið í snjónum og á snjóþotum 

  • Hálendisböðin opin frá kl. 08:00-23:00 

  • 19:00 Kvöldverður 

  • Sögustund og stjörnuskoðun ef vel viðrar 

Brottfarardagur 

  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • 12:00 Útritun af hóteli

Á föstudag og laugardag kl 14:30 verður boðið upp á páskaeggjaleit 

Á laugardag verður sérstakur páskaseðill í boði á veitingastaðnum okkar. 

 

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst. 

Verð og herbergi 

Við bjóðum upp á sérstök tilboð á gistingu um páskana

Uppgefin verð eru fyrir eitt herbergi í eina nótt. 

Innifalið

  • Morgunverður 

  • Páskaeggjaleit 

  • Sögustund á kvöldin 

  • Ganga að gömlu lauginni 

  • Stjörnuskoðun (ef veður leyfir) 

  • Snjóþotur til notkunar á svæðinu 

  • Aðgangur að Hálendisböðunum 

  • Aðgangur að gufubaði 

Athugið að gestir hafa val um að bóka akstur í Kerlingarfjöll fyrir aukagjald. 

Ferðin til fjalla

Þátttakendur geta valið um að keyra á svæðið á eigin vegum eða að bóka akstur fyrir aukagjald.  

Yfir veturinn er aðeins fært til okkar á sérútbúnum fjallajeppa, enda geta veður og færð verið óútreiknanleg. Því er mikilvægt að gestir hafi aðgang að slíkum farartækjum, séu við öllu búnir og treysti sér til ferðarinnar. Hér eru upplýsingar um ferðalagið.

Bóka akstur

Hjartað slær hraðar 

Ævintýraleg afþreying 

Bættu spennandi snjósleðaferð við ferðina og njóttu þess að þeysa um snævi þaktar grundir í stórbrotnu umhverfi.

Bóka

Meira um ferðina

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna