Einstakt háhitasvæði

Við komum þér á staðinn

Bókaðu rútuferð frá hótelinu í Hveradali þar sem þú getur skoðað náttúruperluna á eigin vegum.

Rútuferð í Hveradali

Hveradalir eru innan seilingar

Við förum í rútu frá hótelinu í Kerlingarfjöllum kl. 15:00. Að lokinni 10 mínútna bílferð komum við að einstaka háhitasvæðinu Hveradölum þar sem þú getur notið þess að kanna náttúruperluna á eigin vegum. Rútan fer aftur frá Hveradölum kl. 16:15. Ef þú vilt stoppa lengur getur þú líka valið að ganga aðra leiðina og tekið rútuna ýmist að Hveradölum eða til baka.

Upplýsingar:

  • Rútan fer frá hótelinu kl. 15:00

  • Rútan fer frá Hveradölum kl. 16:15

  • Aksturstími: 10 mínútur

  • Verð: 2.500 kr. á mann aðra leið

Afbókunarskilmálar

Farið fæst endurgreitt að fullu ef afbókun berst a.m.k. 24 klst. fyrir brottför.

Njóttu ferðarinnar

Bókaðu akstur

Það tekur um eina klukkustund að ganga frá hótelinu okkar að Hveradölum. Rútuferðin tekur aðeins 10 mínútur.

Frá hótelinu í Hveradali

Verð: 2.500 kr. á mann

Frá Hveradölum á hótelið

Verð: 2.500 kr. á mann

Ferð fram og til baka:

Verð: 5.000 kr. á mann

Kraumandi háhitasvæði

Hveradalir

Þú verður að heimsækja Hveradali að minnsta kosti einu sinni á ævinni – og helst oftar. Þessi litríka náttúruperla er eitt virkasta háhitasvæði landsins og þar er úrval gönguleiða við allra hæfi, hvort sem þú vilt fara í krefjandi leiðangur eða létta könnunarferð. Við bjóðum upp á rútuferðir frá hótelinu okkar auk þess sem boðið verður upp á dagsferðir frá Reykjavík í allt sumar.

Ljúffengt á leiðinni

Nestispakki

Bókaðu nestispakka og við sjáum til þess að græja girnilegt nesti sem veitir þér orku fyrir ævintýri dagsins.

Nánar um nestispakka

Bóka

Hafðu samband

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar.