HELGARFERÐ

Skíðaganga í fjöllunum

Heil helgi tileinkuð gönguskíðafólki í Kerlingarfjöllum.

8. - 10. mars

Skíðaganga í stórbrotnu umhverfi

Við bjóðum gönguskíðafólki að upplifa þetta magnaða svæði í hjarta hálendisins í stórskemmtilegri ferð. Við troðum tvær brautir, eina ætlaða byrjendum og aðra fyrir lengra komna. Því ætti allt gönguskíðafólk að geta notið þess að ganga á skíðum um afskekktar slóðir þar sem ævintýrin bíða við hvern stein.

Þessari skemmtilegu ferð fylgir gisting á notalega hótelinu okkar, ljúffengur matur, endurnærandi afþreying, alvöru après ski stemning og kvöldvökur að hætti Kerlingarfjalla. Gestir geta bókað akstur eða keyrt í fjöllin á eigin vegum.

Bóka núna

Dagskrá

Þessa helgi leggjum við brautir í fjöllin svo gestir geti skíðað frá sólarupprás til sólseturs. Við njótum einnig góðra veitinga, skemmtum okkur á kvöldvökum og förum í stjörnuskoðun ef veður og aðstæður leyfa.

Föstudagur

 • 16:00 Innritun á hótel

 • 19:00 Kvöldverður

 • Fordrykkur, sögustund og stjörnuskoðun ef vel viðrar

Laugardagur

 • 07:00-10:00 Morgunverður

 • Skíðadagur

 • Après ski fyrir kvöldverð

 • 19:00 Kvöldverður

 • Stjörnuskoðun ef vel viðrar

Sunnudagur

 • 07:00-10:00 Morgunverður

 • Skíðamorgunn

 • 12:00 Útritun af hóteli

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst.

Verð

Deluxe Twin/Double

 • 76.200 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

 • 123.660 kr. (einn gestur í herbergi)*

Svíta

 • 101.600 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

Einkaskáli

 • 95.800 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

*Hafið samband við söludeild til að bóka eins manns herbergi.

Innifalið

 • Gisting í tvær nætur í Deluxe herbergi

 • Morgunverðir

 • Kvöldverðir: Réttur dagsins á föstudegi, þriggja rétta máltíð á laugardegi

 • Einn nestispakki

 • Fordrykkur

 • Aðgangur að gönguskíðabrautum

 • Après ski

 • Sögustund og stjörnuskoðun

Athugið að gestir hafa val um að bóka akstur fyrir aukagjald.

Ferðin til fjalla

Þátttakendur geta valið um að keyra á svæðið á eigin vegum eða að bóka akstur fyrir aukagjald.

Á eigin vegum: Yfir veturinn er aðeins fært til okkar á sérútbúnum fjallajeppa, enda geta veður og færð verið óútreiknanleg. Því er mikilvægt að gestir hafi aðgang að slíkum farartækjum, séu við öllu búnir og treysti sér til ferðarinnar. Hér eru upplýsingar um ferðalagið.

Akstur: Lagt er af stað frá Skjóli á föstudeginum kl. 13:00. Gestir aka sjálfir í Skjól (um 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík, skammt frá Geysi í Haukadal) og geta skilið bíla sína eftir þar. Við biðjum þátttakendur um að mæta stundvíslega.

Bóka akstur

Meira um ferðina

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna