Mikilfenglegt útsýni

Sumarsólstöðuganga

Ganga með leiðsögn á tindana Fannborg og Snækoll á hinum töfrandi sumarsólstöðum.

Bóka núna

Náttúrufegurð í næturbirtu

Sumarsólstöðuganga – Fannborg og Snækollur

Lengd

9 km

Tími

4 klst.

Hækkun

750 m

Aldurstakmark

12 ára

Erfiðleikastig

Gengið verður upp fjallið Fannborg vestanvert, í austurátt á Vesturgnýpu og að Snækolli, sem er hæsti tindur Kerlingarfjalla. Þar er afar víðsýnt til allra átta og telja margir að ofan af toppnum sé hægt að sjá til bæði suður- og norðurstrandar Íslands í góðu skyggni.   

Bóka núna

Nánari upplýsingar

Tímasetning: 21. Júní kl. 21:00 

Akstur: Hópurinn hittist ásamt leiðsögumanni í móttöku hótelsins og þátttakendur aka sjálfir að upphafsstað göngunnar. 

Upphafs- og endapunktur: Bílastæði við Kastalann 

Markverðir staðir: Gljúfur jökulfallsins, gömlu skíðabrekkurnar, Keis, Kastali, Efri-Hveradalir, Jökulbringa, Jökulkinn, Borgarjökull og Ytri-Loðmundarjökull

Verð 

39.500 kr. á mann 

Lágmark 2 þátttakendur, hámark 16 þátttakendur.

Lýsing 

Gengið verður eftir líparíthrygg að rótum Fannborgar og lagt á fjallið vestanvert. Frá Fannborg er gengið í austurátt á Vesturgnýpu og að Snækolli, sem er hæsti tindur Kerlingarfjalla og er um 1477 m hár. Þar er afar víðsýnt til allra átta enda standa Kerlingarfjöll nánast í miðju landinu og telja margir að ofan af toppnum sé hægt að sjá til bæði suður- og norðurstrandar Íslands í góðu skyggni. 

 

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna