Heimur hálendisins bíður þín
Við tökum hlýlega á móti þér.
Hálendið tók vel á móti fyrstu gestum okkar þegar við opnuðum þann 1. júlí síðastliðinn. Við erum full tilhlökkunar fyrir komandi tímum og tökum hlýlega á móti öllum þó enn sé unnið að frágangi á svæðinu. Við gerum okkar allra besta til að lágmarka óþægindin sem gætu stafað af því og er einungis unnið á milli kl.9 - 18.
Böðin opna í vetur
Til viðbótar við hina fjölbreyttu gistiaðstöðu munu náttúruböðin opna í vetur og bjóða gesti Kerlingarfjalla að hvíla sig og endurnæra eftir ævintýri dagsins.
Bókaðu hér.
Fyrir frekari upplýsingar, sendu okkur fyrirspurn á info@highlandbase.is fyrir einstaklinga eða sales@highlandbase.is fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Kerlingarfjöllum.