Sumar 2023

Highland Base - Kerlingarfjöll

Við opnum sumarið 2023

Highland Base - Kerlingarfjöll

Sumarið 2023 opnar Highland Base í Kerlingarfjöllum. Þar verða fjölmargir gistimöguleikar í boði – allt frá svefnpokaplássi til vel búinna skála fyrir þá sem vilja njóta þess besta.

Júlí 2023

Gistirýmin verða tilbúin þann 1. júlí 2023 og eru eftirfarandi:

  • Highland Base Hótel (Sígilda álman) með 15 Standard 2 manna og 5 Standard fjölskylduherbergjum

  • Highland Base Hótel (Nýja álman) með 22 Deluxe herbergjum, 4 Premium herbergjum, og 2 svítum.

  • Sex Highland Base einkaskálar

  • Veitingahús Highland Base

  • Sjö svefnskálar með A-þaki með svefnpokaaðstöðu eða uppábúnum rúmum

  • Tjaldsvæði

  • Sameiginleg baðherbergi og eldhúsaðstaða

Aukin aðstaða í október 2023

Böðin í Highland Base munu svo opna tilbúin fyrir gesti þann 1. október 2023. Sú vinna sem á sér stað á svæðinu í sumar mun aðeins fara fram milli kl. 09:00 og 18:00 og ætti ekki að ónáða gesti okkar sem neinu nemur.

Skráðu þig fyrir rafrænu fréttabréfi okkar og fylgstu með fréttum og ævintýrum.

Hafðu samband ef frekari upplýsinga er óskað. Vinsamlega sendið póst á info@highlandbase.is (einstaklingar) eða sales@highlandbase.is (ferðaþjónustuaðilar).

Við hlökkum til að taka á móti þér í stórbættri aðstöðu Highland Base í Kerlingarfjöllum í sumar!