Ógleymanlegar samverustundir  

Fylgdu hjartanu til fjalla   

Töfrandi helgarferð fyrir ferðalanga sem deila ást á ævintýrum. Gisting, þriggja rétta kvöldverður, osta- og vínsmökkun og stórskemmtileg afþreying. 

Ógleymanlegar samverustundir

Þessi heillandi helgarferð er sérstaklega hugsuð fyrir þau sem vilja njóta ógleymanlegra samverustunda í umhverfi sem á sér engan líka. Ferðin er sérstaklega hugsuð fyrir pör, vini og aðra ferðalanga, hvort sem ætlunin er að halda í hörkuspennandi leiðangur eða finna hugarró í fullkominni kyrrð. 

Ferðinni fylgir gisting á hlýlega hótelinu okkar, glæsilegur þriggja rétta kvöldverður og skemmtileg osta- og vínsmökkun. Öllum gestum verður auk þess boðið í stutta göngu inn að gömlu lauginni þar sem við gæðum okkur á heitu súkkulaði og sætabrauði. Gistingunni fylgir einnig veglegt morgunverðarhlaðborð, osta- og vínsmökkun, sögustund og stjörnuskoðun á kvöldin og ótakmarkaður aðgangur að Hálendisböðunum. 

Þá verða lagðar gönguskíðabrautir ef aðstæður leyfa, svo ekki gleyma að pakka skíðagræjunum! 

Bóka

Verð   

Gisting í tvær nætur og matur fyrir tvo gesti:

Bóka

Innifalið:

  • Gisting í tvær nætur 

  • Þriggja rétta kvöldverður á laugardegi 

  • Osta- og vínsmökkun   

  • Morgunverðir 

  • Afþreying dagsins 

  • Sögustund og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa) 

  • Aðgengi að gönguskíðabraut (ef aðstæður leyfa) 

Matarást  

Kvöldverður og ostar 

Innifalinn er glæsilegur þriggja rétta kvöldverður af matseðli þar sem samveran er í forgrunni. Deildu gómsætum réttum, dreyptu á eðalvíni og láttu eftir þér girnilegan eftirrétt þar sem bragðlaukarnir fá ótvíræða ást og umhyggju.

Einnig bjóðum við upp á ostasmakk þar sem við gæðum okkur á girnilegum úrvalsostum, blönduðum hnetum og súkkulaði frá OmNom. Með ostabakkanum bjóðum við upp á glas af freyðivíni og Ramon Bilbao Gran Reserva rauðvín.  

Dagskrá

Þessa helgi eru gestir hvattir til að viðra gönguskíðin, heimsækja heitu Hálendisböðin, gæða sér á bragðgóðum veitingum eða einfaldlega njóta nærandi samveru. Á kvöldin bjóðum við í sögustund í notalegu setustofunni okkar og stjörnuskoðun. Fyrir þau sem vilja halda í æsispennandi leiðangur með sérfróðum leiðsögumanni mælum við einnig sérstaklega með að bóka snjósleðaferðir, sem verða í boði alla helgina. Eins verður skipulögð gönguferð inn að gömlu lauginni þar sem boðið verður upp á rjúkandi heitt kakó og seðjandi bakkelsi. 

Föstudagur 14. febrúar
  • Innritun 

  • Á eigin vegum (Hálendisböðin, gönguskíðabraut ef aðstæður leyfa, afþreying) 

  • 19:00 Kvöldverður á eigin vegum  

  • 20:30 Sögustund í setustofu og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa) 

Laugardagur 15. febrúar
  • 07:30-10:00 Morgunverður 

  • 13:00 Gengið að gömlu lauginni   

  • Á eigin vegum (Hálendisböðin, gönguskíðabraut ef aðstæður leyfa, afþreying) 

  • 18:00 Osta- og vínsmakk 

  • 19:00 Þriggja rétta kvöldverður

  • 20:30 Sögustund í setustofu og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa) 

Sunnudagur 16. febrúar
  • 07:30-10:00 Morgunverður 

  • Göngubraut lögð (ef aðstæður leyfa) 

  • 12:00 Útritun og brottför 

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst. 

 

Hjartað slær hraðar 

Ævintýraleg afþreying 

Bættu spennandi snjósleðaferð við ferðina og njóttu þess að þeysa um snævi þaktar grundir í stórbrotnu umhverfi.

Bóka

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka

Algengar spurningar