Dagskrá
Þessa helgi eru gestir hvattir til að viðra gönguskíðin, heimsækja heitu Hálendisböðin, gæða sér á bragðgóðum veitingum eða einfaldlega njóta nærandi samveru. Á kvöldin bjóðum við í sögustund í notalegu setustofunni okkar og stjörnuskoðun. Fyrir þau sem vilja halda í æsispennandi leiðangur með sérfróðum leiðsögumanni mælum við einnig sérstaklega með að bóka snjósleðaferðir, sem verða í boði alla helgina. Eins verður skipulögð gönguferð inn að gömlu lauginni þar sem boðið verður upp á rjúkandi heitt kakó og seðjandi bakkelsi.
Föstudagur 14. febrúar
Innritun
Á eigin vegum (Hálendisböðin, gönguskíðabraut ef aðstæður leyfa, afþreying)
19:00 Kvöldverður á eigin vegum
20:30 Sögustund í setustofu og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa)
Laugardagur 15. febrúar
07:30-10:00 Morgunverður
13:00 Gengið að gömlu lauginni
Á eigin vegum (Hálendisböðin, gönguskíðabraut ef aðstæður leyfa, afþreying)
18:00 Osta- og vínsmakk
19:00 Þriggja rétta kvöldverður
20:30 Sögustund í setustofu og stjörnuskoðun (ef aðstæður leyfa)
Sunnudagur 16. febrúar
07:30-10:00 Morgunverður
Göngubraut lögð (ef aðstæður leyfa)
12:00 Útritun og brottför
Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst.