Gönguferð með leiðsögn

Sprunguganga á Mænisjökli

Skemmtilegur leiðangur þar sem fræðst er um leyndardóma jöklanna.

Jöklaganga

Ævintýralegur leiðangur

Lengd

3 km

Tími

3 klst.

Hækkun

300 m

Aldurstakmark

12 ára

Erfiðleikastig

Komdu með í sannkallaða ævintýragöngu um stórfenglegt svæði í Kerlingarfjöllum þar sem jarðhitasvæði mætir hopandi jökli. Samspil þessara öfga hefur myndað einstakt landslag sem ís og eldar hafa mótað. Í þessari ferð fræðumst við um myndun og hegðun jökla og áhrif þeirra á umhverfi sitt, lærum að nota brodda og axir og prófum að ganga í línu í fylgd fagfólks.

Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu kl. 10:00. Byrjað er á að útdeila búnaði, stilla brodda o.s.frv. Þátttakendur nota svo eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Skráning

Nánari upplýsingar

Verð: 29.900 kr. á mann (jöklabúnaður er innifalinn í verði)

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 5/7

Erfiðleikastig: Flestum fært

Dagsetningar: 28. júní, 7. júlí og 23. ágúst

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Activity Host - Kerlingarfjöll Highland Base
Hiking in Kerlingarfjöll - Highland Base