Spennandi leiðangur

Fjallahjólreiðar

Festu á þig hjálminn og hjólaðu um óbyggðirnar. Leiðangur á hjóli um einstakt hálendislandslag er upplifun sem gleymist aldrei.

Spennandi leiðangur

Fjallahjólreiðar

Festu á þig hjálminn og hjólaðu um óbyggðirnar. Leiðangur á hjóli um einstakt hálendislandslag er upplifun sem gleymist aldrei.

Við allra hæfi

Hjólaleiðir í Kerlingarfjöllum

Við bjóðum upp á úrval ferða á raffjallahjólum hér í hjarta hálendisins. Kerlingarfjöll eru sannkölluð paradís fyrir ævintýragjarnt hjólreiðafólk og hér ætti hver sem er að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þú vilt koma í skipulagða ferð eða halda í ævintýralegan leiðangur með leiðsögn. Þú getur meira að segja komið með þitt eigið hjól og haldið af stað á eigin vegum ef þú vilt stjórna ferðinni.

Rafmagnaður leiðangur

Skipulagðar fjallahjólaferðir

Sestu á rafknúið fjallahjól og komdu með okkur í skemmtilega ferð sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Við leiðum þátttakendur yfir afskekkta slóða með ótrúlegt útsýni til allra átta.

Eftir þínu höfði

Hjólaferð með einkaleiðsögn

Við bjóðum upp á sérsniðnar ferðir á raffjallahjólunum okkar. Einkaferðirnar eru í boði á sumrin og eru ýmist 2-3 klst. dagsferðir eða kvöldferðir undir miðnætursólinni. Þrautreyndir leiðsögumenn leiða þátttakendur um afskekkta slóða með ótrúlegt útsýni til allra átta.