Um fáfarnar slóðir

Dagsferð í óbyggðunum

Upplifðu náttúruöflin í Hveradölum og njóttu þess svo að slaka á í Hálendisböðunum með óviðjafnanlegt útsýni til fjalla.

Umhverfi sem er engu öðru líkt

Kerlingarfjöll kalla

Einstök dagsferð inn í hjarta hálendisins. Upplifðu auðnina og njóttu náttúrunnar í friðlandi sem á sér engan líka. Þessari ferð fylgir akstur frá Reykjavík og alla leið upp í Hveradali. Þar fara gestir á eigin vegum í könnunarleiðangur um eitt virkasta og litríkasta háhitasvæði landsins. Að leiðangri loknum eiga gestir bókað borð á veitingastaðnum okkar þar sem þeir geta pantað bragðgóðan hádegisverð ef þeir kjósa. Ferðinni lýkur svo í Hálendisböðunum þar sem kjörið er að njóta stundarinnar í kyrrðinni eftir viðburðaríkan og ævintýralegan dag áður en haldið er aftur til byggða.

Dagskrá

 • 08:00 | Brottför frá Reykjavík

 • 11:00 | Móttaka í Kerlingarfjöllum og sögustund með afþreyingargestgjafa

 • 11:30 | Rútuferð í Hveradali

 • 12:45 | Brottför frá Hveradölum

 • 13:00 | Hádegishlé, borð bókað á veitingastaðnum

 • 15:00 | Afslöppun í Hálendisböðunum

 • 17:00 | Brottför frá Kerlingarfjöllum

 • 20:00 | Áætluð koma í Reykjavík

Innifalið

 • Rútuferð frá Reykjavík og til baka

 • Móttaka og sögustund með afþreyingargestgjafa

 • Borð bókað fyrir hádegisverð á veitingastaðnum

 • Rútuferð í Hveradali og gönguferð á eigin vegum

 • Aðgangur að Hálendisböðunum

Verð og upplýsingar

 • Verð: 29.900 kr. á mann

 • Tími: 12 klst.

 • Bókunartímabil: Frá 1. júlí til 30. september

 • Matur: Hádegisverður er ekki innifalinn en borð eru tekin frá á veitingastaðnum

Hápunktar ferðarinnar

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Nánar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum.

Nánar

Hveradalir

Reykspúandi hverir og yfirnáttúrulegt umhverfi sem á sér engan líka.

Nánar

Upplifun sem gleymist aldrei

Tryggðu þér pláss í ævintýralega dagsferð og búðu þig undir ógleymanlegt ferðalag.