
Heillandi dagsferð
Eins dags ævintýri í Kerlingarfjöllum
Skelltu þér í rútuferð frá Reykjavík í Kerlingarfjöll og til baka á einum degi. Upplifðu auðnina og njóttu náttúrunnar í friðlandi sem á sér engan líka.
Umhverfi sem er engu líkt
Kerlingarfjöll kalla
Heillandi dagsferð inn í hjarta hálendisins. Haldið er af stað með rútu frá Reykjavík kl. 08:30, og stoppað við Gullfoss á leiðinni á hálendið. Við komu í Kerlingarfjöll taka gestir rútu inn í Hveradali þar sem leiðsögumaður leiðir hópinn um eitt virkasta og litríkasta háhitasvæði landsins.
Að leiðangri loknum geta gestir bókað borð á veitingastaðnum okkar þar sem hægt er að panta bragðgóðan hádegisverð eða gæða sér á vöfflum. Því næst er haldið í Hálendisböðin þar sem kjörið er að njóta stundarinnar í kyrrðinni eftir viðburðaríkan og ævintýralegan dag áður en haldið er aftur til byggða kl. 17:00.
Ferðin er í boði á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16.-30. júní og daglega í júlí og ágúst.
Athugið að ferðin er ekki ætluð börnum yngri en 10 ára.
Bóka núna
Verð
Innifalið í verði er akstur til og frá Kerlingarfjöllum, leiðsögn um Hveradali, aðgangur að Hálendisböðunum og stopp við Gullfoss og Geysi.
Verð á mann fyrir dagsferð: 34.900 kr.


Dagskrá
08:30 | Brottför frá Reykjavík
10:15 | Stopp við Gullfoss
12:00 | Koma í Kerlingarfjöll
12:30 | Brottför í Hveradali
14:00 | Koma í hálendismiðstöðina
Frjáls tími fyrir gesti til að skoða sig um svæði hálendismiðstöðvarinnar og kaupa sér hádegisverð eða vöfflur á veitingastaðnum okkar.
15:00 | Hálendisböðin
17:00 | Brottför frá hálendismiðstöðinni
18:15 | Stopp við Gullfoss (fyrir gesti sem fara frá borði)
18:30 | Stopp við Geysi
20:30 | Koma til Reykjavíkur

Upplifun sem gleymist aldrei
Tryggðu þér pláss í ævintýralega dagsferð og búðu þig undir ógleymanlegt ferðalag.
Bóka núnaHálendisböðin
Hvort sem þú vilt safna orku fyrir næsta ævintýri eða slaka á eftir viðburðaríkan dag er kjörið að heimsækja Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Böðin eru staðsett í miðjum Ásgarði.
Nánar
Orka fyrir ævintýri á fjöllum
Fylltu á tankinn fyrir ævintýrið á veitingastaðnum okkar. Við bjóðum upp á hádegisverð af matseðli, vöffluhlaðborð eða nestispakka svo þú getir notið hádegisverðarins utandyra.
Athugið að máltíðir eru ekki innifaldar í uppgefnu verði.
Nánar