Um

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru fjallgarður mitt á hálendi Íslands þar sem tilkomumikil náttúra er við hvert fótmál. Rjúkandi jarðhitasvæði og hrímkaldar jökulár, í bland við snæviþakta fjallstinda og stórbrotna útsýnisstaði.

Ósnortnar óbyggðir

Einstök náttúrufegurð

Frá örófi alda hafa óbyggðir hálendisins verið ótæmandi uppsretta þjóðsagna og þjóðtrúar. Nafn Kerlingarfjalla er sjálft dregið af 25 metra háum hraunstöppli sem sagður var steinrunnar leifar tröllskessu einnar sem reikaði um fjallgarðinn en varð að steini þegar fyrstu geislar sólarinnar náðu henni einn morguninn.

Margar kynslóðir Íslendinga sem heimsóttu skíðaparadísina Kerlingarfjöll ár eftir ár eiga þaðan ómetanlegar minningar. Þar eru ótal áhugaverðar gönguleiðir, stuttar sem langar, og aðstæður til göngu- og fjallaskíðaiðkunar eru eins og best verður á kosið.

Aðkoman

Leiðin til fjalla

Ferðin í Kerlingarfjöll liggur um Kjalveg. Á sumrin er hann vel fær bílum en á veturna er farið á sérútbúnum fjallajeppum sem ekið er af atvinnubílstjórum.

Lesa meira

Einangrað hálendi

Saga Kerlingarfjalla

Kerlingarfjöll voru lengst af ókönnuð víðerni. Það var ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar sem ferðalangar hófu að heimsækja þau.

Lesa meira

Virðing fyrir umhverfinu

Að vernda landið og heiðra söguna

Kerlingarfjöll voru friðlýst í heild sinni sem landslagsverndarsvæði af Umhverfisstofnun árið 2020. Markmiðið með friðlýsingunni er verndun hinna merkilegu jarðminja svæðisins og ásýnd þess, landslagið og óbyggðirnar. Um leið er henni ætlað að efla Kerlingarfjöll sem útivistarsvæði. Öll starfsemi og aðstaða Highland Base í Kerlingarfjöllum miðar að þessum sömu markmiðum. Áfangastaðurinn Kerlingarfjöll starfar í sátt við umhverfi sitt og lýtur öllum meginreglum um góða umgengni við náttúruna. Við uppbyggingu svæðisins voru allar framkvæmdir og efnisval húsakosts í samræmi við BREEAM staðalinn, sem er leiðandi matsaðferð fyrir sjálfbærni nýbygginga á heimsvísu.

Vandað og umhverfisvænt

Hönnun og arkitektúr

Allar byggingar í Highland Base í Kerlingarfjöllum voru reistar úr traustum og umhverfisvænum efnivið til að standast náttúruöflin og veita gestum vellíðan. Hrein form, endurheimtur viður, hvolfþök, mildir litir og grófir veggir gefa húsunum traustvekjandi og heimilislegan blæ. Hlýlegur einfaldleiki er rauður þráður í gegnum alla hönnun innanstokks. Í Highland Base finna gestir hlýju, kyrrð og notalegheit.

Ævintýralegt starf

Laus störf

Viltu verða hluti af teyminu okkar? Ævintýrin bíða þín í Kerlingarfjöllum.

Skoða laus störf