
Highland Base
Sjálfbærni

Virðing fyrir umhverfinu
Að vernda landið og heiðra söguna
Kerlingarfjöll voru friðlýst í heild sinni sem landslagsverndarsvæði af Umhverfisstofnun árið 2020. Markmiðið með friðlýsingunni er verndun hinna merkilegu jarðminja svæðisins og ásýndar þess, landslagsins og óbyggðanna. Um leið er henni ætlað að efla Kerlingarfjöll sem útivistarsvæði. Öll starfsemi og aðstaða Highland Base í Kerlingarfjöllum miðar að þessum sömu markmiðum. Starfsemi hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum fer fram í sátt við umhverfið og lýtur öllum meginreglum um góða umgengni við náttúruna. Við uppbyggingu svæðisins voru allar framkvæmdir og efnisval húsakosts í samræmi við BREEAM staðalinn, sem er leiðandi matsaðferð fyrir sjálfbærni nýbygginga á heimsvísu.


Vandað og umhverfisvænt
Hönnun og arkitektúr
Allar byggingar í hálendismiðstöðinni í Kerlingarfjöllum voru reistar úr traustum og umhverfisvænum efnivið til að standast náttúruöflin og veita gestum vellíðan. Hrein form, endurnýttur viður, hvolfþök, mildir litir og grófir veggir gefa húsunum traustvekjandi og heimilislegan blæ. Hlýlegur einfaldleiki er rauður þráður í gegnum alla hönnun innanstokks. Í hálendismiðstöðinni í Kerlingarfjöllum finna gestir hlýju, kyrrð og notalegheit.
