Utanvegahlaup

Kerlingarfjöll Ultra

Mögnuð hlaupaupplifun sem fer fram í hjarta hálendisins þann 27. júlí, 2024.

Skráning

27. júlí

Forskráning er hafin

Kerlingarfjöll Ultra er nýtt utanvegahlaup og fyrsta hlaupið sem haldið hefur verið í Kerlingarfjöllum. Hlaupaleiðirnar liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, jökulfláka, stórbrotna fjallstinda að ógleymdri sjálfri Kerlingu — dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir sem munu leiða þátttakendur um þessa mögnuðu náttúruperlu: 12 km, 22 km og 63 km.

Sérstök forskráningarkjör verða í boði út 2. apríl. Innifalið í verðinu eru matur og drykkir á meðan hlaupinu stendur, vegleg máltíð að keppni lokinni og aðgangur að heitu hálendisböðunum.

Skráning

Leiðir og kort

Úrval hlaupaleiða

12 km

 • Forskráningarverð: 9.900 kr.

 • Fullt verð: 11.900 kr.

Skoða leið

22 km

 • Forskráningarverð: 12.900 kr.

 • Fullt verð: 16.900 kr.

Skoða leið

63 km

 • Forskráningarverð: 19.900 kr.

 • Fullt verð: 29.900 kr.

Skoða leið

Innifalið

 • Hressing og drykkir á meðan hlaupi stendur

 • Utanumhald á vegum Útihreyfingarinnar

 • Vegleg máltíð að hlaupi loknu

 • Aðgangur að heitu hálendisböðunum

 • Aðgangur að þjónustuhúsinu

Ferðalagið

Leiðin til fjalla er fær fólksbílum yfir sumarið og því geta þátttakendur keyrt sjálfir á staðinn. Hér eru upplýsingar um leiðina og aðkomuna.

Einnig verða rútuferðir í boði fyrir þá sem vilja bóka akstur og verður keyrt frá Reykjavík. Frekari upplýsingar vegna rútuferða verða birtar síðar. Þátttakendur munu þá geta bætt akstri við bókunina sína fyrir aukagjald.

Lesa meira

Gisting

Hlauparar hafa kost á að gista á staðnum. Við bendum sérstaklega á tjaldsvæðið okkar þar sem kjörið er að dvelja yfir sumartímann. Tjaldsvæðið hefur verið frátekið fyrir þennan viðburð.

Hafið samband við söludeild á info@highlandbase.is til að bóka pláss á tjaldsvæðinu.

Tjaldsvæði

Tryggðu þér pláss

Aðeins takmörkuð pláss í boði. Forskráningarkjör gilda til miðnættis þann 2. apríl. Taktu daginn frá, skráðu þig og sjáðu til þess að þú missir ekki af þessari mögnuðu hlaupaupplifun á miðhálendi Íslands!

Skráning

Kerlingarfjöll Ultra

Reglur