Utanvegahlaup

Kerlingarfjöll Ultra

Mögnuð hlaupaupplifun sem fer fram í hjarta hálendisins.

Skráning

26. júlí

Kerlingarfjöll Ultra

Hálendishlaupið Kerlingarfjöll Ultra var haldið í fyrsta skipti sumarið 2024. Þátttakendur spreyttu sig á þremur hlaupaleiðum sem liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, ægilega fjallstinda og að sjálfsögðu fram hjá Kerlingu—dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum enda seldist upp á aðeins örfáum dögum.  

Kerlingarfjöll Ultra verður haldið að nýju þann 25. júlí 2026. Tryggðu þér pláss svo þú missir ekki af ævintýralegustu hlaupaupplifun ársins!

Skráning

Leiðir og kort

Úrval hlaupaleiða

12 km

  • Rástími: kl. 13:00

  • Tímatakmörk: 4 klst.

Skoða leið

22 km

  • Rástími: kl. 11:00

  • Tímatakmörk: 6 klst.

Skoða leið

60 km

  • Rástími: kl. 08:00

  • Tímatakmörk: 12 klst.

Skoða leið

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Nánar

Ævintýraleg þrekraun

Kerlingarfjöll Ultra 2025

Kerlingarfjöll Ultra

Reglur