Utanvegahlaup

Kerlingarfjöll Ultra

Mögnuð hlaupaupplifun sem fer fram í hjarta hálendisins þann 27. júlí, 2024.

Skráning

27. júlí

Uppselt

Uppselt varð í hlaupið á aðeins örfáum dögum. Ekki missa af Kerlingarfjöll Ultra 2025 — skráðu þig á póstlistann okkar og vertu á meðal þeirra fyrstu til að fá fréttirnar þegar forskráning hefst.

Kerlingarfjöll Ultra er nýtt utanvegahlaup og fyrsta hlaupið sem haldið hefur verið í Kerlingarfjöllum. Hlaupaleiðirnar liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, jökulfláka, stórbrotna fjallstinda að ógleymdri sjálfri Kerlingu — dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir sem munu leiða þátttakendur um þessa mögnuðu náttúruperlu: 12 km, 22 km og 63 km. Innifalið í skráningarverði eru matur og drykkir á meðan hlaupinu stendur, vegleg máltíð að keppni lokinni og aðgangur að Hálendisböðunum.

Skráning

Leiðir og kort

Úrval hlaupaleiða

12 km I Uppselt

  • Rástími: 13:00

  • Tímatakmörk: 5 klst.

Skoða leið

22 km I Uppselt

  • Rástími: 11:00

  • Tímatakmörk: 7 klst.

Skoða leið

63 km | Uppselt

  • Rástími: 08:00

  • Tímatakmörk: 13 klst.

Skoða leið

Innifalið

Ferðalagið

Leiðin til fjalla er fær fólksbílum yfir sumarið og því geta þátttakendur keyrt sjálfir á staðinn. Hér eru upplýsingar um leiðina og aðkomuna.

Einnig verða rútuferðir í boði fyrir þau sem vilja bóka akstur. Aðeins takmarkað magn sæta er í boði. Smelltu hér til að tryggja þér pláss.

Bóka akstur

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Nánar

Fylgstu með!

Ekki missa af Kerlingarfjöll Ultra 2025. Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu á meðal þeirra fyrstu til að fá fréttirnar þegar forskráning hefst.

Skráning

Kerlingarfjöll Ultra

Reglur