Allan ársins hring

Allar ferðir

Úrval dagsferða, lengri ferða og einkaferða, ýmist með eða án leiðsögn.

Allar ferðir

Ævintýrið endalausa

Má bjóða þér að kanna Kerlingarfjöll á einum degi eða ertu týpan sem vill hafa rúman tíma til að skoða hvern krók og kima? Við bjóðum bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir, ýmist með leiðsögn eða á eigin vegum. Í sumar verðum við einnig með sérstakar dagsferðir frá Reykjavík. Auk þess bjóðum við upp á einkaferðir sem eru sérsniðnar að óskum gesta hverju sinni. Hér getur þú kynnt þér úrvalið.

Ferðir

Dagsferð frá Reykjavík

Kannaðu Kerlingarfjöll á einum degi í einstakri dagsferð frá Reykjavík.

  • Dagsferð frá Reykjavík

    Rútuferð frá Reykjavík í Kerlingarfjöll og til baka á einum degi. Ferðinni fylgir einnig aðgangur að Hálendisböðunum og rúta að háhitasvæðinu í Hveradölum.

    Alla daga, 1. júlí til 30. september

    Meira

Ferðir

Dagsferðir frá Kerlingarfjöllum

Úrval dagsferða til að kanna það helsta sem Kerlingarfjöll hafa upp á að bjóða. Gönguferðir, snjósleðaævintýri, rútuferðir í Hveradali og fleira!

  • Sprunguganga á Mænisjökli

    Skemmtilegur leiðangur þar sem fræðst er um leyndardóma jöklanna.

    28. júní, 7. júlí og 23. ágúst

    Meira
  • Snækollur

    Hæsti tindur Kerlingarfjalla þar sem mikilfenglegt útsýni og stórbrotin náttúra bíða þín.

    29. júní, 5. júlí og 9. ágúst

    Meira
  • Fjölskyldudagur

    Fjölskylduvænn könnunarleiðangur, fjörugir leikir og ljúffengt vöfflukaffi.

    6. júlí og 10. ágúst

    Meira
  • Við komum þér í Hveradali

    Bókaðu rútuferð frá hótelinu í Kerlingarfjöllum yfir í Hveradali, og til baka. Njóttu þess að skoða náttúruperluna á eigin vegum.

    Alla daga, 1. júlí til 30. september

    Meira

Ferðir

Lengri ferðir

Við bjóðum upp á lengri ferðir fyrir gesti sem vilja dvelja í hjarta hálendisins nokkra daga í senn.

  • Fjallahjólahelgi

    Þriggja daga fjallahjólaferð með leiðsögn í stórbrotnu umhverfi. Veitingar, trúss, aðgangur að Hálendisböðunum og fleira.

    2.-5. ágúst

    Meira
  • Fimm toppa fjallgönguhelgi

    Við klífum fimm hæstu tinda Kerlingarfjalla í krefjandi og skemmtilegri fjallgönguhelgi.

    16.-18. ágúst

    Meira
  • Í nánd við norðurljósin

    Tveggja nátta ferð þar sem við bjóðum gesti í spennandi afþreyingu á daginn og leitum að norðurljósum á næturhimninum.

    Allar helgar

    Meira