Allan ársins hring

Allar ferðir

Úrval dagsferða, lengri ferða og einkaferða, ýmist með eða án leiðsögn.

Allar ferðir

Ævintýrið endalausa

Má bjóða þér að kanna Kerlingarfjöll á einum degi eða ertu týpan sem vill hafa rúman tíma til að skoða hvern krók og kima? Við bjóðum bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir, ýmist með leiðsögn eða á eigin vegum. Í sumar verðum við einnig með sérstakar dagsferðir frá Reykjavík. Auk þess bjóðum við upp á einkaferðir sem eru sérsniðnar að óskum gesta hverju sinni. Hér getur þú kynnt þér úrvalið.

Ferðir

Ferðir frá Reykjavík

Kannaðu Kerlingarfjöll á einum degi í einstakri dagsferð frá Reykjavík.

    Ferðir

    Dagsferðir frá Kerlingarfjöllum

    Úrval dagsferða til að kanna það helsta sem Kerlingarfjöll hafa upp á að bjóða. Gönguferðir, snjósleðaævintýri, rútuferðir í Hveradali og fleira!

      Ferðir

      Lengri ferðir

      Við bjóðum upp á lengri ferðir fyrir gesti sem vilja dvelja í hjarta hálendisins nokkra daga í senn.

        Í boði allt árið

        Einkaleiðsögn

        Persónulegar gönguferðir sem eru sérsniðnar að þínum óskum. Einkaleiðsöguþjónustan okkar er ýmist í boði sem dagsferð á sumrin eða tveggja nátta ferð á veturna. Að sjálfsögðu skipuleggjum við lengri ferðir sé þess óskað. Einkaleiðsögn er kjörin fyrir smærri hópa.

        Nánar