Kerlingarfjöll

Gönguleiðir

Stórbrotin náttúra í nánasta umhverfi býður upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Göngur fyrir alla ferðalanga

Þín eigin leið

Í Kerlingarfjöllum eru fjölmargar gönguleiðir sem henta öllum getustigum og aldurshópum. Þú getur skráð þig í göngu með leiðsögumanni sem er sérfróður um þessa einstöku náttúruperlu og látið leiða þig um ótroðnar slóðir sem fæstir fá nokkurn tímann að sjá. Ef þú ert týpan sem vill heldur kanna umhverfið á eigin vegum getur þú lagt af stað í leiðangur þar sem þú ert við stjórnina. Við bjóðum einnig upp á einkaleiðsögn þar sem ferðin er sérsniðin að þínum óskum.

Hér getur þú kynnt þér úrval gönguferða á svæðinu, ýmist skipulagðar ferðir með leiðsögn eða gönguleiðir sem þú getur kannað á eigin vegum.

Kraumandi háhitasvæði

Hveradalir

Þú verður að heimsækja Hveradali að minnsta kosti einu sinni á ævinni – og helst oftar. Þessi litríka náttúruperla er eitt virkasta háhitasvæði landsins og þar er úrval gönguleiða við allra hæfi, hvort sem þú vilt fara í krefjandi leiðangur eða létta könnunarferð. Við bjóðum upp á rútuferðir frá hótelinu okkar auk þess sem boðið verður upp á dagsferðir frá Reykjavík í allt sumar.

Kannaðu óbyggðirnar

Skipulagðar gönguferðir

Við bjóðum upp á úrval skipulagðra gönguferða, hvort sem þú vilt kanna helstu kennileiti á einum degi eða leggja af stað í lengri ferð. Sérfróðu leiðsögumennirnir okkar leiða þátttakendur um ótroðnar slóðir í óbyggðunum og deila heillandi sögum af svæðinu.

Við erum að vinna í dagskrá fyrir sumarið 2025 og munum uppfæra heimasíðuna bráðlega með frekari upplýsingum.

Í boði allt árið

Einkaleiðsögn

Persónulegar gönguferðir sem eru sérsniðnar að þínum óskum. Einkaleiðsöguþjónustan okkar er ýmist í boði sem dagsferð á sumrin eða tveggja nátta ferð á veturna. Að sjálfsögðu skipuleggjum við lengri ferðir sé þess óskað. Einkaleiðsögn er kjörin fyrir smærri hópa.

Nánar

Þú stjórnar ferðinni

Ganga á eigin vegum

Þú velur áfangastaðinn, vísar veginn og stjórnar ferðinni. Þessar leiðir er kjörið að þræða yfir sumarið þegar göngutímabilið stendur sem hæst.

Nánar