Leiðin á hálendið

Upp til fjalla

Ferðin er hluti af upplifuninni.

Ferðalag á hálendið

Leiðin upp í Kerlingarfjöll

Þegar malbikinu sleppir liggur leiðin um grýttar auðnir hálendisins. Ferðalagið um Kjalveg upp í Kerlingarfjöll er ævintýri út af fyrir sig.

Aðgengi

Highland Base er staðsett í 700 metra hæð á miðhálendi Íslands. Þangað má komast á bíl á sumrin en á veturna þarf sérútbúinn fjallajeppa undir stjórn atvinnubílstjóra til að komast þangað.

Hvernig er best að fara?

Leiðin frá Reykjavík upp í Kerlingarfjöll er tæplega 200 km löng og ferðin tekur um 3,5 - 5 tíma á sumrin. Hluti leiðarinnar liggur um malarvegi hálendis Íslands þar sem kyrrðin ríkir og víða er útsýni til allra átta.