Leiðin á hálendið

Ferðalagið

Ævintýrið hefst þar sem malbikið endar

Ógleymanlegt ferðalag

Leiðin í Kerlingarfjöll

Ferðin um hálendið er hluti af töfrum Kerlingarfjalla. Þögnin sem einkennir grýttar auðnir hálendisins er engu lík og hún fær ferðalanga til að staldra við og leggja við hlustir.

Staðsetningin

Highland Base er staðsett í Kerlingarfjöllum, í 700 metra hæð á miðju hálendi Íslands. Á sumrin er hægt að aka þangað á fólksbílum. Á veturna er aðeins hægt að komast þangað á sérútbúnum fjallabílum undir stjórn fagfólks.

Vegalengdin

Frá Reykjavík til Kerlingarfjalla eru um 200 kílómetrar og leiðin tekur um 3 ½ klukkustund í akstri – undir eðlilegum kringumstæðum. Hafa ber í huga að aðstæður á hálendi Íslands geta tekið breytingum frá degi til dags.

Vegvísun

Beygið af þjóðvegi 1 inn á þjóðveg 35, sem heitir Biskupstungnabraut við gatnamótin við Hringveginn og Kjalvegur þegar kemur að Gullfossi. Akið þjóðveg 35 uns kemur að fjallvegi F347 í Hrunamannahreppi, beygið þar og fylgið veginum uns þið komið að Highland Base.

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna. Eina leiðin til okkar er á á sérútbúnum fjallajeppum sem ekið er af atvinnubílstjórum.