Leiðin á hálendið

Ferðalagið

Ævintýrið hefst þar sem malbikið endar

ÓVIÐJAFNANLEG UPPLIFUN

Vetrarævintýri á fjöllum

Ófyrirsjáanlegar aðstæður, óviðjafnanlegt umhverfi og krefjandi veður setja sinn svip á hálendisferðir yfir veturinn. Búðu þig undir ögrandi ferð á illfærum vegi í ógleymanlegu ferðalagi uppi á öræfum.

Á eigin vegum:

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Þeir sem hafa aðgang að slíkum farartækjum og treysta sér til ferðarinnar geta heimsótt okkur á eigin vegum. Hér eru upplýsingar um leiðina og aðkomuna.

Við ítrekum við bílstjóra að vanda undirbúning, vera við öllu búnir og huga að færð og veðri áður en lagt er af stað — og jafnvel hætta við ferðina ef fyrirséð er að aðstæður verði sérstaklega erfiðar.

Skipulagðar ferðir:

Samstarfsaðilar okkar hafa milligöngu um flutning til og frá Kerlingarfjöllum. Hjá þeim starfa atvinnubílstjórar með reynslu af akstri á sérútbúnum farartækjum í krefjandi aðstæðum.

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum. Mundu að bóka akstur fyrir ferðina.

Nánar

Vegvísun

Beygið af þjóðvegi 1 inn á þjóðveg 35, sem heitir Biskupstungnabraut við gatnamótin við Hringveginn og Kjalvegur þegar kemur að Gullfossi. Akið þjóðveg 35 uns kemur að fjallvegi F347 í Hrunamannahreppi, beygið þar og fylgið veginum uns þið komið að Highland Base.

Finndu okkur á Google maps.

Áður en lagt er af stað í ferðalag upp á hálendi mælum við með að kynna ykkur veður og færð vel. Hægt er að kanna aðstæður á eftirfarandi síðum:

Ógleymanlegt ferðalag

Leiðin í Kerlingarfjöll

Ferðin um hálendið er hluti af töfrum Kerlingarfjalla. Þögnin sem einkennir grýttar auðnir hálendisins er engu lík og hún fær ferðalanga til að staldra við og leggja við hlustir.

Staðsetningin

Highland Base er staðsett í Kerlingarfjöllum, í 700 metra hæð á miðju hálendi Íslands. Á sumrin er hægt að aka þangað á fólksbílum eða taka rútu. Á veturna er aðeins hægt að komast þangað á sérútbúnum fjallabílum undir stjórn fagfólks.

Vegalengdin

Frá Reykjavík til Kerlingarfjalla eru um 200 kílómetrar og leiðin tekur um 3 ½ klukkustund í akstri – undir eðlilegum kringumstæðum. Hafa ber í huga að aðstæður á hálendi Íslands geta tekið breytingum frá degi til dags.

Daglegar rútuferðir

Akstur á sumrin

Hallaðu þér aftur, njóttu útsýnisins og láttu okkur sjá um að koma þér á áfangastað.

Frá Reykjavík til Kerlingarfjalla

Verð: 12.500 kr. á mann

1. júlí-30. september er keyrt daglega frá Reykjavik Terminal í Skógarhlíð kl. 8:00.

Frá Kerlingarfjöllum til Reykjavíkur

Verð: 12.500 kr. á mann

1. júlí-30. september er keyrt daglega frá Kerlingarfjöllum kl. 17:00

Frá Gullfossi til Kerlingarfjalla

Verð: 9.900 kr. á mann

1. júlí-30. september er keyrt daglega frá Gullfossi kl. 10:00

Frá Kerlingarfjöllum til Gullfoss

Verð: 9.900 kr. á mann

1. júlí-30. september er keyrt daglega frá Gullfossi kl. 17:00

Einstakt háhitasvæði

Hveradalir eru innan seilingar

Komdu í dagsferð í Kerlingarfjöll. Upplifðu náttúruöflin í Hveradölum og njóttu þess svo að slaka á í Hálendisböðunum með óviðjafnanlegt útsýni til fjalla.

  • Alla daga frá 1. júní til 30. september

Nánar