Skilmálar og afbókunarreglur
Hálendisböðin
Gildissvið
Þetta eru almennir þjónustuskilmálar og afbókunarreglur Hálendisbaðanna í Highland Base í Kerlingarfjöllum, sem starfrækt eru af Kerlingarfjöllum ehf., skráð til heimilis að Norðurljósavegi 9, 241 Grindavík, Íslandi.
Þessir skilmálar og reglur gilda um gesti Hálendisbaða sem bóka á netinu í gegnum vefsvæði okkar, https://www.kerlingarfjoll.is, sem hér eftir verður kallað „vefsvæðið“.
Verð og greiðsla
Allar pantanir sem gerðar eru á vefsvæðinu skulu greiðast að fullu með kreditkorti þegar þær eiga sér stað. Öll verð á vefsvæðinu eru gefin upp í ISK. Verð innihalda VSK og alla aðra skatta ásamt þjónustugjöldum. Verð geta breyst án fyrirvara. Eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi og/eða reikningur gefinn út munu ekki koma til nein aukagjöld nema í þeim tilvikum sem verðhækkun á sér stað sökum breytinga á lögum eða reglugerðum, eða gengisbreytinga.
E-miðar
Þegar þú bókar á vefsvæðinu er aðeins hægt að nota rafræna miðann sem þú færð einu sinni. Ekki er hægt að nota sama miðann aftur.
Endursala miðans er óheimil. Endursala eða tilraun til endursölu kann að leiða til ógildingar miðans án endurgreiðslu. Miðar sem fengnir eru hjá óviðurkenndum aðilum gætu verið týndir, stolnir eða falsaðir, og eru ógildir ef svo er. Ekki er hægt að leysa út fé fyrir miða. Hvers kyns afritun miða er óheimil.
Miðinn er eingöngu gildur á þeirri dag- og tímasetningu sem valin var í bókunarferlinu og kemur skýrt fram á miðanum sem þú fékkst sendan eftir að þú gekkst frá kaupunum. Komir þú á öðrum tíma geta Hálendisböðin ekki ábyrgst að þú fáir aðgang.
Breyting á bókun í Hálendisböð
Til að breyta bókun, vinsamlegast farðu á Mybooking eða sendu okkur beiðni í tölvupósti á info@highlandbase.is og láttu upprunalegt staðfestingarnúmer fylgja. Þú getur ekki breytt dag- eða tímasetningu bókunar eftir að dag-/tímasetningin sem þú valdir upprunalega er liðin.
Afbókanir
Allar afbókanir verða að berast Hálendisböðunum í gegnum Mybooking eða skriflega í tölvupósti á netfangið info@highlandbase.is.
Ef þú afbókar með meira en 24 klukkustunda fyrirvara: 100% endurgreiðsla.
Ef þú afbókar með minna en 24 klukkustunda fyrirvara: Engin endurgreiðsla.
Hálendisböðin áskilja sér rétt til að afturkalla allar bókanir og pantanir, þegar ómögulegt er að veita þjónustu vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure), svo sem vegna veðurs, verkfalla, náttúruhamfara eða hvers kyns frávika sem ekki eru á valdi Hálendisbaðanna.
Samgöngur
Rútuferðir á milli Highland Base og Reykjavíkur eru í boði í bókunarferlinu sem aukaþjónusta. Þegar þú bókar rútuferð færðu sendan annan tölvupóst sem inniheldur farmiðann.
Ljósmyndir, myndskeið og efni fyrir samfélagsmiðla
Ljósmyndir, myndskeið eða efni fyrir samfélagsmiðla sem tekið er innan athafnasvæðis Hálendisbaðanna má ekki nota í viðskiptalegum tilgangi án fyrirfram skriflegs samþykkis Kerlingarfjalla ehf. Við áskiljum okkur rétt til þess að krefjast endurgjalds fyrir alla notkun myndefnis sem brýtur í bága við skilmála þessa.
Skaðabótaskylda, tryggingar og óviðráðanlegar ytri aðstæður
Kerlingarfjöll afsala sér ábyrgð á hvers kyns tapi, tjóni, slysum, veikindum, eða breytingum á ferðatilhögun sem koma til vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Óviðráðanlegar aðstæður eru til dæmis (en takmarkast ekki við) veðuraðstæður, ágreiningur á vinnumarkaði, s.s. verkföll eða verkbönn, rof eða truflanir á rafmagns- eða hitaveitu, náttúruhamfarir, farsótt, sóttkví, eða önnur óvenjuleg frávik utan áhrifasviðs okkar.
Þá bera Kerlingarfjöll ekki ábyrgð á auknum kostnaði sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna. Slíkur kostnaður er á ábyrgð gests.
Við ráðleggjum gestum okkar að vera með gilda ferðatryggingu. Slíka tryggingu ætti að vera hægt að fá í heimalandi gests.
Lög og lögsaga
Um skilmála þessa, svo og kröfur utan réttar og/eða dómsmál þeim tengdum, gilda íslensk lög. Ágreiningsmál um efni skilmálanna má eingöngu reka fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Breytingar á skilmálum
Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þjónustuskilmálum og afbókunarreglum hvenær sem er. Dagsetningu síðustu útgáfu skilmálanna má finna neðst á þessari síðu. Áframhaldandi notkun þín á síðunni eftir slíkar breytingar jafngildir samþykki þínu á umræddum breytingum.