Komdu í heimsókn

Hálendisböðin

Heit böð í hjarta hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Komdu í heimsókn

Hálendisböðin

Heit böð í hjarta hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Afslöppun í óbyggðunum

Heit böð í faðmi fjalla

Hvort sem þú vilt safna orku fyrir næsta ævintýri eða slaka á eftir viðburðaríkan dag er kjörið að heimsækja Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Böðin eru staðsett í miðjum Ásgarði, á bökkum Ásgarðsár, með ótrúlegt útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur dalinn. Komdu ofan í, njóttu stundarinnar og láttu heitar uppsprettur hálendisins endurnæra bæði líkama og sál.

Böðin er opin öllum gestum. Aðgangur fylgir með gistingu á hóteli, hosteli og í einkaskálum.

Hér getur þú lesið þér til um afgreiðslutíma, verð, aðstöðu og fleira.

Bóka

Njóttu stundarinnar

Aðstaðan

Í Hálendisböðunum er meðal annars heit setlaug, kaldur pottur, glæsileg sauna og bar þar sem hægt er að panta svalandi drykki til að njóta ofan í. Umgjörðin er hlýleg og náttúruleg enda er aðstaðan hönnuð í fullkomnum samhljómi við umhverfið sem umlykur þig.

Í klefunum eru snagar til að hengja upp föt og litlir, læstir skápar fyrir verðmæti. Við minnum gesti á að taka með sér sundföt og handklæði.

Bóka

Frá 1. júlí

Verð og opnunartímar

Opnunartímar:

  • Almennur aðgangur: 11:00-23:00 (síðasta bókun kl. 21:00)

  • Fyrir gesti á hóteli, hosteli og í einkaskálum: 08:00-23:00

Bóka

Verð:

  • Fullorðnir: 4.900 kr.

  • Unglingar (12-16 ára): 2.950 kr.

  • Börn (0-11 ára): Ókeypis

  • Aðgangur er innifalinn með gistingu á hóteli, hosteli og í einkaskálum

Bóka

Hreint og náttúrulegt

Vatnið

Vatnið í Hálendisböðunum er svokallað ölkelduvatn. Það á upptök sín neðanjarðar, við nærliggjandi háhitasvæði, og er dælt til yfirborðs í Ásgarði. Engum efnum á borð við klór er bætt í vatnið. Sýrustig, eða pH hildi, vatnsins er lágt og sambærilegt ferskvatni. Það þykir gott fyrir húðina og veldur síður ertingu eða þurrki en vatn sem hefur hærra sýrustig. Vatnið endurnýjast á um tveggja klukkustunda fresti.

Daglegar ferðir

Komdu í dagsferð

Út septembermánuð bjóðum við upp á dagsferðir frá Reykjavík. Ferðinni fylgir akstur, aðgangur að Hálendisböðunum og rúta að Hveradölum þar sem þú getur kannað friðlandið á eigin vegum.

Nánar

Veitingastaðurinn

Orka fyrir ævintýri á fjöllum

Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum sem eiga leið um svæðið. Hér er kjörið að setjast með samferðafólkinu, fyrir eða eftir heimsókn í Hálendisböðin, og njóta sælkeraveitinga í ótrúlegu umhverfi. Þú getur líka gripið með þér nestispakka, komið í vöfflukaffi eða einfaldlega fyllt á kaffibollann.

Nánar

Úrval spennandi ferða

Komdu í ævintýri

Við bjóðum upp á úrval dagsferða, lengri ferða og einkaferða, ýmist með eða án leiðsögn.

Sjá allar ferðir

    Algengar spurningar