Afþreying

Vetrarævintýri

Upplifðu hálendið í sannkölluðum vetrarbúningi. Vetrartímabilið okkar nær frá 1. október til 15. júní ár hvert.

Á vit ævintýranna

Skíðaferðir

Festu á þig skíðin og renndu þér af stað í vöggu íslenskrar skíðamenningar. Umhverfið í óbyggðum Kerlingarfjalla er engu líkt og býður upp á einstaka möguleika til skíðaiðkunar.

Skoða nánar

Æsispennandi leiðangur

Snjósleðaferðir

Fram undan eru ógleymanleg ævintýri í óbyggðunum. Á vélsleða kannar þú ósnortið landslag hálendisins á meðan adrenalínið ólgar í æðum.

Skoða nánar

Horfðu til himins

Stjörnuskoðun

Hér eru kjöraðstæður til stjörnuskoðunar. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 yfir veturinn.

Endurnærandi fróðleikur

Sögustund

Við bjóðum gestum upp á drykk á meðan sérfróða starfsfólkið okkar segir okkur allt sem það veit um Kerlingarfjöll. Þau deila sögum af fyrstu göngugörpunum til að sigra tindana í Kerlingarfjöllum á 5. áratugnum, fræða okkur um nærliggjandi náttúru og útskýra þróun mannvirkjagerðar í þessum afskekktu og krefjandi aðstæðum — allt frá byggingu fyrsta skálans til skíðaskólans margrómaða, og áfram um hótelið sem nú er risið.

Boðið er upp á sögustund ásamt drykk á hverjum degi kl. 17:00 yfir veturinn.