Vetrartímabil

Stjörnuskoðun

Horfðu til himins á hálendinu.

Vetrartímabil

Stjörnuskoðun

Horfðu til himins á hálendinu.

Undur alheimsins

Skoðum himingeiminn

Myrkrið í Kerlingarfjöllum skapar kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október-apríl.

*Við bendum á að þrátt fyrir að ferðin sé sérstaklega útfærð til að hámarka líkur á að gestir komi auga á norðurljós, stjörnur o.s.frv. er slíkt háð veðri og aðstæðum hverju sinni.