Kort af tjaldsvæðinu

Sumarævintýri
Komdu þér vel fyrir á nýja tjaldsvæðinu við ána.
Þú kemst í bein tengsl við náttúruna á tjaldsvæðinu í Kerlingarfjöllum. Við tökum vel á móti ævintýraþyrstum gestum sem kjósa að ferðast á eigin vegum. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu, salernum, sturtu og útigrilli í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu. Gestir geta auka þess borðað á veitingastaðnum á hótelinu og keypt aðgang að Hálendisböðunum.
Bókaðu pláss áður en þú kemur.
Nýtt og glæsilegt
Salerni, sturtur, eldunaraðstaða og útigrill gera dvölina í Kerlingarfjöllum þægilega og aðgengilega. Í þjónustuhúsinu fá gestir á tjaldsvæði og í skálum aðgang að öllu sem til þarf í ferðalagi á fjöllum.
Við allra hæfi