Sumarævintýri

Tjaldsvæði

Komdu þér vel fyrir í tjaldi eða svefnpokaplássi á nýja tjaldsvæðinu við ána.

Svefnskáli (fyrir 15)

Skálagisting fyrir 15 manna hópa. Njóttu þess að skríða ofan í svefnpokann eftir góðan dag í frábærum félagsskap á fjöllum. Í skálanum er eldunaraðstaða ásamt salerni, og svo er sturtuaðstaða á tjaldsvæðinu.

Svefnskáli (fyrir 3)

27 m² einkaskáli með svefnpokaaðstöðu. Þrjú einstaklingsrúm og salerni. Þú hefur einnig aðgang að eldunaraðstöðu og sturtu á tjaldsvæðinu.

Svefnskáli (fyrir 8)

33 m² einkaskáli með svefnpokaaðstöðu. Tvö hjónarúm, fjögur einstaklingsrúm og salerni. Þú hefur einnig aðgang að eldunaraðstöðu og sturtu á tjaldsvæðinu.

Tjaldsvæði

Þú kemst í bein tengsl við náttúruna á tjaldsvæðinu í Kerlingarfjöllum. Við tökum vel á móti ævintýraþyrstum gestum sem kjósa að ferðast á eigin vegum. Allir gestir hafa aðgang að þjónustuhúsinu.

Bókaðu pláss áður en þú kemur.

Nýtt og glæsilegt

Þjónustuhús

Salerni, sturtur, eldunaraðstaða og útigrill gera dvölina í Kerlingarfjöllum þægilega og aðgengilega. Í þjónustuhúsinu fá gestir á tjaldsvæði og í skálum aðgang að öllu sem til þarf í ferðalagi á fjöllum.

Algengar spurningar