Matur sem yljar

Highland Base veitingar

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingahúsi Highland Base finnur þú þægilega bístró-stemningu í hlýlegu og fallegu umhverfi.

Hlýtt og notalegt

Matur og stemning

Veitingahús Highland Base tekur 80 manns í sæti og þar finna gestir í senn staðgóðan og ljúffengan mat og góða stemningu. Eitthvað fyrir alla, hvort sem þú vilt hressa þig við með kaffi og rjúkandi vöfflu eða taka hlaðborðið til kostanna.

Við bjóðum líka upp á nestispakka með morgunmat eða hádegismat til að taka með á fjöll.

Nestispakkar fyrir útivistina

Sumar 2023

Matseðill

 • Hamborgari

  Tómatar, ostur, súrar gúrkur

  ISK 4590

 • Pönnusteikt bleikja

  Smælki, fennel

  ISK 4900

 • Vegan steik

  Aioli, smælki, bygg

  ISK 4900

 • Kjötsúpa

  Lamb, rófur, kartöflur

  ISK 3890

 • Sveppasúpa

  ISK 3190

 • Vaffla

  Rjómi, rababarasulta

  ISK 1990

Kvöldverðarhlaðborðið okkar hefst klukkan 18:00. Verðið er 8900 kr og matseðillinn er breytilegur eftir árstíðum og inniheldur ávallt ferskustu hráefni sem völ er á.

 • Forréttur

  Sveppasúpa

 • Aðalréttir

 • Lambahryggsvöðvi*

 • Bleikja**

 • Vegan steik

 • Meðlæti og sósur

 • Steikt smælki

 • Blandað rótargrænmeti frá Flúðum

 • Ferskt salat

 • Hrásalat/kartöflusalat

 • Rauðvínssósa

 • Béarnaise-sósa

 • Eftirréttir

 • Hrært skyr með berjum

 • Brownie með karamellusósu

 • *möguleiki að skipta út fyrir naut ef hópur dvelur 2 daga eða lengur

 • **möguleiki að skipta út fyrir saltfisk ef hópur dvelur 2 daga eða lengur

Slakað á í góðum hópi

Setustofan

Setustofan er beint fyrir ofan veitingahúsið og þar kemur hópurinn saman til að njóta ótrúlegs útsýnis yfir Kerlingarfjöll. Fáðu þér létta hressingu og rifjaðu upp ævintýri dagsins í góðum hópi.