Matur sem yljar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.

Matur sem yljar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.

Hlýtt og notalegt

Matur og stemning

Veitingastaðurinn í Kerlingarfjöllum tekur hlýlega á móti allt að 80 gestum í senn. Þar færðu ljúffengan mat sem þú getur notið í hlýlegu andrúmslofti. Við bjóðum upp á rjúkandi kaffi, nýbakaðar vöfflur, bragðgóðan hádegisverð og veglegt hlaðborð.

Vetrarmatseðill

Sumarmatseðill

Fyrir ævintýrin

Nestispakkar

Hressing fyrir hreyfinguna. Ljúffengt á leiðinni. Við bjóðum upp á næringarríka nestispakka til að taka með á fjöll.

Nestismatseðill

Notaleg samvera

Setustofan

Njóttu stundarinnar í notalegu setustofunni okkar. Þar er kjörið að setjast með ferðafélögunum, grípa með sér drykk og rifja upp ævintýri dagsins.

Góð byrjun á deginum

Morgunverðarhlaðborð

Mikilvægasta máltíð dagsins og grunnurinn að góðum degi á fjöllum. Við bjóðum upp á girnilegt morgunverðarhlaðborð allt árið.

  • Sumartímabil (15. júní - 30. september) kl. 7:30-10

  • Vetrartímabil (1. október - 14. júní) kl. 7:30-10

Morgunverður fylgir gistingu á hóteli og einkaskálum en allir aðrir geta greitt fyrir morgunverð á staðnum. Verðið er 3.900 kr. á mann fyrir fullorðna og 1.950 kr. fyrir börn 3-11 ára. Börn 2 ára og yngri borða frítt.

Gómsætar hefðir

Vöfflukaffi

Á hverjum degi kl. 15:00-17:00 bjóðum við upp á hefðbundið íslenskt vöfflukaffi. Stökkar að utan, mjúkar að innan og dásamlega bragðgóðar með þeyttum rjóma, sultu, sýrópi og rjúkandi heitum bolla af kaffi eða súkkulaði. Vöffluhlaðborðið kostar 2.490 kr.

Opið allt árið

Opnunartímar

Sumar (15. júní til 30. september):

  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • 12:00-15:00 Hádegisverður

  • 14:30-16:30 Vöffluhlaðborð

  • 18:30-20:30 A la carte matseðill (munið að bóka borð, síðasta bókun kl. 20:30)

Vetur (1. október til 14. júní):

  • 07:30-10:00 Morgunverður

  • 12:00-15:00 Hádegisverður

  • 18:30-20:30 Kvöldverður (munið að bóka borð, síðasta bókun kl. 20:30)