Matur sem yljar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.

Hlýtt og notalegt

Matur og stemning

Veitingastaðurinn í Kerlingarfjöllum tekur hlýlega á móti allt að 80 gestum í senn. Þar færðu ljúffengan mat sem þú getur notið í hlýlegu andrúmslofti. Við bjóðum upp á rjúkandi kaffi, nýbakaðar vöfflur, bragðgóðan hádegisverð og veglegt hlaðborð.

Við bjóðum líka upp á nestispakka til að taka með á fjöll.

Nestispakkar fyrir útivistina

Gómsætar hefðir

Vöfflukaffi

Á hverjum degi kl. 15:00-16:30 bjóðum við upp á hefðbundið íslenskt vöfflukaffi. Stökkar að utan, mjúkar að innan og dásamlega bragðgóðar með þeyttum rjóma, sultu, sýrópi og rjúkandi heitum bolla af kaffi eða súkkulaði. Aðeins 3.490 kr.

Slakað á í góðum hópi

Setustofan

Setustofan er beint fyrir ofan veitingahúsið og þar kemur hópurinn saman til að njóta ótrúlegs útsýnis yfir Kerlingarfjöll. Fáðu þér létta hressingu og rifjaðu upp ævintýri dagsins í góðum hópi.