Matur sem yljar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.

Hlýtt og notalegt

Matur og stemning

Veitingastaðurinn í Kerlingarfjöllum tekur hlýlega á móti allt að 80 gestum í senn. Þar færðu ljúffengan mat sem þú getur notið í hlýlegu andrúmslofti. Við bjóðum upp á rjúkandi kaffi, nýbakaðar vöfflur, bragðgóðan hádegisverð og veglegt hlaðborð.

Vetrarmatseðill

Sumarmatseðill

Fyrir ævintýrin

Nestispakkar

Hressing fyrir hreyfinguna. Ljúffengt á leiðinni. Við bjóðum upp á næringarríka nestispakka til að taka með á fjöll.

Nestismatseðill

Slakað á í góðum hópi

Setustofan

Setustofan er beint fyrir ofan veitingahúsið og þar kemur hópurinn saman til að njóta ótrúlegs útsýnis yfir Kerlingarfjöll. Fáðu þér létta hressingu og rifjaðu upp ævintýri dagsins í góðum hópi.

Góð byrjun á deginum

Morgunverðarhlaðborð

Mikilvægasta máltíð dagsins og grunnurinn að góðum degi á fjöllum. Við bjóðum upp á girnilegt morgunverðarhlaðborð allt árið.

  • Sumartímabil (15. júní - 30. september) kl. 7-10

  • Vetrartímabil (1. október - 14. júní) kl. 8-10

Morgunverður fylgir gistingu á hóteli, einkaskálum og hosteli en allir aðrir geta greitt fyrir morgunverð á staðnum. Verðið er 3.900 kr. á mann fyrir fullorðna og 1.950 kr. fyrir börn 3-11 ára. Börn 2 ára og yngri borða frítt.