
Matur sem yljar
Veitingastaðurinn
Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.

Matur sem yljar
Veitingastaðurinn
Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum. Á veitingastaðnum finnur þú þægilega bístró-stemningu í fallegu umhverfi.


Hlýtt og notalegt
Matur og stemning
Veitingastaðurinn í Kerlingarfjöllum tekur hlýlega á móti allt að 80 gestum í senn. Þar færðu ljúffengan mat sem þú getur notið í hlýlegu andrúmslofti. Við bjóðum upp á rjúkandi kaffi, nýbakaðar vöfflur, bragðgóðan hádegisverð og veglegt hlaðborð.
VetrarmatseðillSumarmatseðill


Fyrir ævintýrin
Nestispakkar
Hressing fyrir hreyfinguna. Ljúffengt á leiðinni. Við bjóðum upp á næringarríka nestispakka til að taka með á fjöll.
Nestismatseðill

Notaleg samvera
Setustofan
Njóttu stundarinnar í notalegu setustofunni okkar. Þar er kjörið að setjast með ferðafélögunum, grípa með sér drykk og rifja upp ævintýri dagsins.


Góð byrjun á deginum
Morgunverðarhlaðborð
Mikilvægasta máltíð dagsins og grunnurinn að góðum degi á fjöllum. Við bjóðum upp á girnilegt morgunverðarhlaðborð allt árið.
Sumartímabil (15. júní - 30. september) kl. 7-10
Vetrartímabil (1. október - 14. júní) kl. 7:30-10
Morgunverður fylgir gistingu á hóteli og einkaskálum en allir aðrir geta greitt fyrir morgunverð á staðnum. Verðið er 3.900 kr. á mann fyrir fullorðna og 1.950 kr. fyrir börn 3-11 ára. Börn 2 ára og yngri borða frítt.


Gómsætar hefðir
Vöfflukaffi
Á hverjum degi kl. 15:00-17:00 bjóðum við upp á hefðbundið íslenskt vöfflukaffi. Stökkar að utan, mjúkar að innan og dásamlega bragðgóðar með þeyttum rjóma, sultu, sýrópi og rjúkandi heitum bolla af kaffi eða súkkulaði. Vöffluhlaðborðið kostar 2.490 kr.


Opið allt árið
Opnunartímar
Sumar (15. júní til 30. september):
07:30-10:00 Morgunverður
12:00-15:00 Hádegisverður
14:30-16:30 Vöffluhlaðborð
18:30-20:30 A la carte matseðill (munið að bóka borð, síðasta bókun kl. 20:30)
Vetur (1. október til 14. júní):
07:30-10:00 Morgunverður
12:00-15:00 Hádegisverður
18:30-20:30 Kvöldverður (munið að bóka borð, síðasta bókun kl. 20:30)
