Matur sem yljar

Veitingastaðurinn

Spennandi og girnilegur matseðill í hádeginu og á kvöldin.

Sumar

Kvöldverðarhlaðborð

Bragðgóð og sumarleg veisla á notalega veitingastaðnum okkar. Við berum fram allt sem þú getur í þig látið af heitum og köldum réttum, þar með talið kjöti, fiski, veganréttum og eftirréttum. Kvöldverður hefst kl. 18:00 og síðasta borðapöntun er möguleg kl. 20:30.

Kvöldverðarhlaðborð kostar 11.900 kr. fyrir fullorðna og 5.950 kr. fyrir börn á aldrinum 5-12. Börn 4 ára og yngri borða frítt.

Gómsætar hefðir

Vöfflukaffi

Á hverjum degi kl. 14:30-16:30 bjóðum við upp á hefðbundið íslenskt vöfflukaffi. Stökkar að utan, mjúkar að innan og dásamlega bragðgóðar með þeyttum rjóma, sultu, sýrópi og rjúkandi heitum bolla af kaffi eða súkkulaði. Vöffluhlaðborðið kostar 2.490 kr.