
Ykkar staður, ykkar stund
Hittumst á fjöllum
Kerlingarfjöll eru einstakur staður fyrir hópa til að koma saman og upplifa ævintýri í stórbrotnu umhverfi á hálendinu.



Allt til alls
Framúrskarandi aðstaða
Haltu næsta viðburð á afskekktum slóðum. Við bjóðum upp á framúrskarandi fundaaðstöðu með skjá og viðeigandi tæknibúnaði. Veitingastaðurinn býður upp á ljúffengan mat og notalega setustofu með stórfenglegu útsýni þar sem gott er að slaka á eftir daginn. Á svæðinu eru einnig ný og glæsileg Hálendisböð. Eftir ævintýralegan dag jafnast ekkert á við að njóta afslöppunar í heitum böðum með útsýni til fjalla.




Úrval afþreyingar
Hvað hentar hópnum þínum?
Stórbrotin náttúra í nánasta umhverfi sér til þess að viðburðurinn verður algjörlega ógleymanlegur. Svæðið býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar, fjallamennsku og afþreyingar. Fjölmargar gönguleiðir eru á svæðinu sem er líka sannkölluð skíðaparadís. Við getum einnig sett saman upplifun sem er sérsniðin að þörfum hópsins hverju sinni.



Ævintýralegar gjafir
Viltu gera vel við starfsfólkið, samstarfsaðila eða aðra? Við bjóðum upp á úrval gjafabréfa, ýmist fyrir gistingu eða annars konar upplifun. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna ævintýralega gjöf sem hentar hópnum þínum.
Nánar

Hápunktar ferðarinnar

Stjörnuskoðun
Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.
Nánar
