Ykkar staður, ykkar stund

Hittumst á fjöllum

Kerlingarfjöll eru einstakur staður fyrir hópa til að koma saman og upplifa ævintýri í stórbrotnu umhverfi á hálendinu.

Ævintýri á hálendinu

Fundir, veislur og viðburðir

Á veturna geta hópar leigt allt hótelið og notið þess að upplifa hálendið í sannkölluðum vetrarbúningi. Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu til viðburðahalds í fallegu umhverfi sem býður upp á spennandi afþreyingu fyrir fyrirtæki, fjölskyldur, félagasamtök og alla aðra hópa. Hér er hægt að gleðjast yfir stórum áföngum, fagna sigrum eða einfaldlega hitta hópinn í umgjörð sem er engu öðru lík.

Hafðu samband

Allt til alls

Framúrskarandi aðstaða

Haltu næsta viðburð á afskekktum slóðum. Við bjóðum upp á framúrskarandi fundaaðstöðu með skjá og viðeigandi tæknibúnaði. Veitingastaðurinn býður upp á ljúffengan mat og notalega setustofu með stórfenglegu útsýni þar sem gott er að slaka á eftir daginn. Ný og glæsileg baðaðstaða opnar svo í Kerlingarfjöllum í vetur.

Út að leika

Útivist og ævintýri

Stórbrotin náttúra í nánasta umhverfi sér til þess að viðburðurinn verður algjörlega ógleymanlegur. Svæðið býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar, fjallamennsku og afþreyingar. Fjölmargar gönguleiðir eru á svæðinu sem er líka sannkölluð skíðaparadís. Við getum einnig sett saman upplifun sem er sérsniðin að þörfum hópsins hverju sinni.

Hafðu samband