Highland Base
Öryggisskilmálar
Öryggi gesta er í forgangi hjá okkur og þessum öryggisreglum er ætlað að draga úr slysahættu og tryggja heilsu og vellíðan gesta á meðan á heimsókn stendur.
Kerlingarfjöll – Hálendisböðin (hér eftir „böðin“ eru í umsjón Kerlingarfjalla ehf., með aðsetur að Norðurljósavegi 9, 241 Grindavík (hér eftir „við“ eða „okkar“).
Þegar böðin eru heimsótt bera gestir fulla ábyrgð á eigin öryggi og öryggi barna í þeirra umsjón. Við óskum eftir því að gestir fylgi eftirfarandi öryggisreglum til þess að heimsóknin verði sem ánægjulegust.
Börn þurfa að vera með sundkúta
Öll ósynd börn þurfa að vera með uppblásna sundkúta utan um upphandleggi til þess að auka öryggi þeirra og sýnileika í vatninu. Sundkútar eru aðgengilegir í böðunum og notkun þeirra er ókeypis.
Athugið: Sundkútarnir eru ekki björgunarbúnaður og koma því ekki í staðinn fyrir eftirlit fullorðinna.
Öll börn yngri en 14 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum á meðan á dvöl stendur. Hver fullorðinn einstaklingur má mest hafa með sér tvö börn, nema hinn fullorðni sé foreldri barnanna. Dýpt vatnsins er á bilinu 50-100 cm. Vatnið er steinefnaríkt og því getur það verið gruggugt að sjá og ekki tryggt að sjáist til botns. Fullorðnir einstaklingar þurfa því að fylgjast mjög vel með börnum í þeirra umsjá.
Óhófleg neysla áfengis er óleyfileg
Hver fullorðinn gestur má aðeins kaupa eða neyta þriggja áfengra drykkja á meðan dvöl í Böðunum stendur. Af öryggisástæðum áskiljum við okkur rétt til þess að neita hverjum sem er um afgreiðslu áfengra drykkja eða takmarka aðgengi hvers sem er að áfengum drykkjum, ekki síst ef gestur er undir áhrifum áfengis þegar komið er í Böðin eða óskar eftir aðgangi í böðin undir áhrifum áfengis. Ef gesti er neitað um aðgang vegna áfengisneyslu fæst aðgangseyrir ekki endurgreiddur.
Gestir skulu þvo sér án sundfata áður en farið er ofan í Böðin
Hreinleiki vatnsins er að hluta til háður hreinlæti gesta.
Notkun tóbaks og tóbaksvara er óheimil
Reykingar eru stranglega bannaðar í og við Böðin. Þetta á líka við um rafrettur og nikótínpúða.
Dýfingar eru bannaðar
Vatnið er grunnt og dýfingar geta valdið alvarlegum meiðslum. Því eru dýfingar stranglega bannaðar alls staðar í Böðunum.
Fylgið ávallt fyrirmælum
Ef gestir fylgja ekki fyrirmælum starfsfólks eða hafa í frammi óviðeigandi hegðun er starfsfólki heimilt að afturkalla aðgang þeirra að Böðunum án tafar.
Heilsufar og heimsóknir í Böðin
Gestum er bent á að ráðfæra sig við lækni eða heilbrigðisstarfsmann ef þeir þjást af kvillum eða sjúkdómum sem gætu haft áhrif á öryggi þeirra í böðunum. Ef þú þjáist af sjúkdómi eða ástandi sem gerir þér erfitt fyrir í heitu eða köldu umhverfi ættir þú ekki að heimsækja Böðin.
Drekkið vatn
Gestum er bent á að drekka vel af vatni fyrir, á meðan og eftir dvöl í Böðunum. Vatn er í boði fyrir alla gesti í búningsklefum og við barinn í Böðunum. Mælst er til þess að gestir taki sér reglulega hlé frá Böðunum til þess að kæla sig. Ofþornun getur leitt til svima og yfirliðs.
Gangið varlega og haldið í handrið
Yfirborð gólfa og stíga gætu verið sleip eða blaut. Gætið varúðar þegar gengið er í bleytu. Hlaupið ekki. Haldið í handrið.
Haldið bleytu frá þurrum svæðum
Þurrkið ykkur áður en farið er aftur inn í búningsklefa til þess að koma í veg fyrir blaut og sleip gólf og yfirborð.
Sýnið virðingu og takmarkið hávaða
Við biðjum gesti vinsamlegast um að virða rétt allra til rólegrar upplifunar í Böðunum.
Tryggið verðmæti
Við berum ekki ábyrgð á munum sem týnast, skemmast eða er stolið. Hver og einn ber ábyrgð á því að tryggja persónulega muni sína í þar til gerðum læstum skápum. Látið starfsfólk alltaf vita ef þjófnaður uppgötvast.
Gangið eftir merktum stígum
Vinsamlegast berið virðingu fyrir einstakri náttúru Baðanna. Gangið eingöngu eftir merktum stígum.
Flokkið rusl
Vinsamlegast flokkið allt rusl í rétt ílát.