Highland Base

Skilmálar og afbókunarreglur

Skilmálar og afbókunarreglur

Highland Base

Umfang

Kerlingarfjöll ehf. reka Kerlingarfjöll Highland Base og Hálendisböðin (hér eftir „Kerlingarfjöll“ eða „við“).

Við bjóðum gistingu á Highland Base hótelinu í Kerlingarfjöllum, í einkaskálum og einkaherbergjum í svefnskálum (hér eftir „hótelgisting“).

Við bjóðum einnig svefnpokapláss í svefnskálum (hér eftir „svefnpokapláss“).

Þessir skilmálar eiga við í öllum tilvikum þegar gisting í Kerlingarfjöllum er bókuð á vef.

Vinsamlegast hafið samband við söludeild í gegnum netfangið sales@highlandbase.is ef til stendur að bóka 11 herbergi eða fleiri, eða bóka gistingu fyrir hóp sem samanstendur af 21 gesti eða fleirum, þar sem aðrir skilmálar kunna að eiga við.

Mikilvægar upplýsingar

Kerlingarfjöll eru fjarri byggðum, á miðhálendi Íslands. Af þeim sökum getur leiðin að Kerlingarfjöllum verið ófær yfir vetrarmánuðina eða aðeins fær sérstaklega útbúnum fjallajeppum.

Kjósir þú að aka á eigin vegum til Kerlingarfjalla mælum við sterklega með því að þú gangir úr skugga um að ökutækið þitt sé nægilega vel útbúið fyrir akstur á fjallvegum og að viðeigandi tryggingar séu fyrir hendi. Ef um bílaleigubíl er að ræða kunna að gilda takmarkanir um notkun hans á fjallvegum.

Vinsamlegast fylgist vel með veðurspám og upplýsingum um færð og aðstæður vega á umferdin.is. Við mælum einnig með að afla upplýsinga hjá safetravel.is. Hafið í huga að hægt er að bóka akstur eða sætaferðir með sérútbúnum ökutækjum til og frá Kerlingarfjöllum í gegnum þriðja aðila.

Einnig mælum við eindregið með því að gestir séu með gilda ferðatryggingu, hvort sem er í gegnum tryggingafélag eða kreditkort, eftir því sem við á.

Greiðslur

Nauðsynlegt er að gefa upp gilt kreditkortanúmer til þess að staðfesta bókun. Heildarupphæð bókunar verður skuldfærð á kreditkortið í samræmi við eftirfarandi:

  • 5 herbergi eða færri bókuð: Skuldfært 14 dögum fyrir bókaða komu.

  • Hópabókun, 6-10 herbergi: Skuldfært 60 dögum fyrir bókaða komu.

Allar greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu í Kerlingarfjöllum skulu framkvæmdar með rafrænum hætti, svo sem með kredit- eða debetkorti eða með farsímagreiðslum.

Vinsamlegast athugið að við tökum ekki við reiðufé í neinum gjaldmiðli.

Innritun

Innritun er frá klukkan 15 og útritun er til og með klukkan 11. Hægt er að kanna möguleikann á snemminnritun eða seinkaðri útritun, gegn gjaldi.

Innifalið í bókun

Morgunverður er innifalinn í hótelgistingu. Önnur þjónusta, svo sem veitingar utan morgunverðar, er ekki innifalin og hana þarf að bóka fyrirfram. Aðgangur að Hálendisböðunum er innifalinn í öllum hótelgistingarbókunum frá og með mars 2024.

Aðeins gisting er innifalin þegar bókað er svefnpokapláss. Aðgangur að Hálendisböðunum fylgir ekki með svefnpokaplássum.

Ef áætlað er að borða á veitingastað hótelsins mælum við með að bóka fyrirfram.

Afbókanir og breytingar

Séu fimm eða færri herbergi á sömu vefbókun er hægt að breyta eða afbóka án kostnaðar allt að 14 dögum fyrir áætlaða komu. Nauðsynlegt er að nota hlekk í staðfestingarpósti til þess að breyta eða hætta við bókun.

Hægt er að afbóka eða breyta hópabókun (6-10 herbergi) án kostnaðar allt að 60 dögum fyrir áætlaða komu. Nauðsynlegt er að nota hlekk í staðfestingarpósti til þess að breyta eða hætta við bókun.

Ekki er endurgreitt vegna afbókana eða breytinga sem gerðar eru eftir að framangreindir frestir eru liðnir. Sama á við í tilfellum þar sem ekki er mætt í bókað herbergi.

Sérstakir skilmálar gætu átt við um pakkaferðir. Vinsamlegast skoðið upplýsingar og skilmála í staðfestingarpósti.

Vinsamlegast athugið að við áskiljum okkur rétt til þess að breyta eða fella niður bókanir ef við getum ekki veitt þá þjónustu sem bókunin nær yfir.

Í þeim tilfellum á gestur rétt á fullri endurgreiðslu þeirrar upphæðar sem þegar hefur verið greidd. Kerlingarfjöll bera þó ekki ábyrgð á að útvega gestum aðra gistingu.

Öryggisreglur, skaðabótaskylda og óviðráðanlegar ytri aðstæður

Kerlingarfjöll afsala sér ábyrgð á hvers kyns tapi, tjóni, slysum, veikindum, eða breytingum á ferðatilhögun sem koma til vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Óviðráðanlegar aðstæður eru til dæmis (en takmarkast ekki við) ágreiningur á vinnumarkaði, s.s. verkföll eða verkbönn, rof eða truflanir á rafmagns- eða hitaveitu, náttúruhamfarir, farsótt, sóttkví, eða önnur óvenjuleg frávik utan áhrifasviðs okkar. Þá bera Kerlingarfjöll ekki ábyrgð á auknum kostnaði sem rekja má til óviðráðanlegra aðstæðna. Slíkur kostnaður er á ábyrgð gests.

Þegar afbókun stafar af viðurkenndum óviðráðanlegum aðstæðum á gestur rétt á endurgreiðslu 90% þeirrar fjárhæðar sem greidd var við bókun.

Á athafnasvæði Kerlingarfjalla bera gestir fulla ábyrgð á eigin öryggi og öryggi annarra í þeirra umsjá.

Að því marki sem lög heimila bera gestir sjálfir alla áhættu af þátttöku í afþreyingu (s.s. snjósleða- og gönguferðum) sem skipulögð er af Kerlingarfjöllum og/eða þriðju aðilum.

Kerlingarfjöll geta ekki borið ábyrgð á seinkunum, afbókunum, eða slysum sem verða í ferðum, akstri eða þjónustu sem bókuð er í gegnum þriðja aðila.

Ljósmyndir, myndskeið og efni fyrir samfélagsmiðla

Ljósmyndir, myndskeið eða efni fyrir samfélagsmiðla sem tekið er innan athafnasvæðis Kerlingarfjalla má ekki nota í viðskiptalegum tilgangi án fyrirfram skriflegs samþykkis Kerlingarfjalla. Við áskiljum okkur rétt til þess að krefjast endurgjalds fyrir alla notkun myndefnis sem brýtur í bága við skilmála þessa.

Almenn ákvæði

Fylgið ávallt fyrirmælum starfsfólks. Gestir sem fylgja ekki fyrirmælum eða sýna af sér óviðeigandi hegðun geta átt það á hættu að vera vísað umsvifalaust af svæðinu.

Vinsamlegast gangið á merktum gönguleiðum þar sem við á. Við berum virðingu fyrir einstakri náttúrunni í Kerlingarfjöllum og biðjum þig um að gera slíkt hið sama.

Kerlingarfjöll Highland Base eru reyklaust svæði. Ef reykingar eiga sér stað í aðstöðu á vegum okkar mun gestur vera krafinn um þrifagjald sem nemur verði einnar gistinætur.

Gestur er ábyrgur fyrir viðbótarþrifagjaldi samkvæmt mati vegna sérstaklega slæmrar umgengni, s.s. í herbergi á Highland Base hótelinu. Gjald verður t.d. tekið vegna djúphreinsunar, aðkeyptrar þjónustu við teppahreinsun, eða húsgagnaþrif. Viðbótargjald verður skuldfært á kreditkort viðkomandi gests, og ítarlegur reikningur sendur samhliða.

Um skilmála þessa, svo og kröfur utan réttar og/eða dómsmál þeim tengdum, gilda íslensk lög. Ágreiningsmál um efni skilmálanna má eingöngu reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.