
Þægindi í faðmi fjalla
Hótel
Einföld standard herbergi, fallega hönnuð deluxe herbergi og vel búnar svítur sjá til þess að gestir upplifi alvöru þægindi á hálendi Íslands.

Þægindi í faðmi fjalla
Hótel
Einföld standard herbergi, fallega hönnuð deluxe herbergi og vel búnar svítur sjá til þess að gestir upplifi alvöru þægindi á hálendi Íslands.


Opið allt árið
Láttu fara vel um þig
Hlýleg og notaleg gisting í Kerlingarfjöllum. Í Hamri, nýrri og glæsilegri byggingu, bjóðum við upp á framúrskarandi aðbúnað í fallega hönnuðum deluxe herbergjum og glæsilegum svítum með einstöku útsýni. Aldan, eldra hótel sem áður var starfrækt á svæðinu, hefur verið endurgerð með notalegum standard herbergjum sem eru kjörin fyrir ferðalanga sem kjósa einfalda gistingu. Hvert rými er hannað með hlýju og þægindi að leiðarljósi.
Bóka





Nærandi og notalegt
Innifalið
Morgunverðarhlaðborð
Aðgangur að Hálendisböðunum
Sögustund og fordrykkur (á vetrartímabili)
Stjörnuskoðun (á vetrartímabili)
Wi-Fi




Deluxe herbergi og svítur
Hamar
Falleg hótelherbergi, notaleg fjölskylduherbergi og glæsilegar svítur. Á Hamri bjóðum við upp á úrval herbergja sem eiga það sameiginlegt að veita gestum frið, næði og alvöru þægindi í Kerlingarfjöllum.
Svíta
Stærð: 44 m²
Verönd með heitum potti
Rúm: Hjónarúm
Fjöldi gesta: 2 fullorðnir
Setustofa
Te-/kaffiaðstaða

Standard herbergi
Aldan
Einföld en hlýleg tveggja manna herbergi með allt til alls til að slaka vel á í hjarta hálendisins. Ef ævintýraþráin gengur í ættir henta fjölskylduherbergin fullkomlega en þar eru kojur í Queen-stærð.



Einkaskáli
Einkaskáli hannaður með öll þægindi í huga. Með lækkaðri setustofu og útsýnisgluggum sem hleypa stórfenglegu umhverfi Kerlingarfjalla inn er hver skáli griðastaður kyrrðar og þæginda.
Nánar



Bragðgóðar hefðir
Veitingastaðurinn
Veitingastaðurinn sameinar hefðbundna íslenska matargerð, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum. Sannkölluð bistró-stemning á hálendinu.
Nánar
Allt árið um kring
Úrval afþreyingar
Kerlingarfjöll eru fullkominn heilsársáfangastaður fyrir allt ævintýrafólk. Hér býðst spennandi útivist við hæfi allra ferðalanga, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til skíðaleiðangra og vélsleðaferða.