Griðastaður á hálendinu
Láttu fara vel um þig
Á nýja og glæsilega hótelinu í Kerlingarfjöllum eru 26 herbergi, 2 svítur og 6 einkaskálar sem sjá til þess að gestir geti upplifað alvöru þægindi í hjarta hálendisins. Hvert herbergi er fallega hannað með sögu og sérkenni svæðisins í huga.
Hótelið tengist veitingastaðnum, setustofunni – og síðar meir Hálendisböðunum – með undirgöngum. Þannig sjáum við til þess að gestirnir okkar þurfi ekki að fara út í vondum veðrum til að njóta alls þess sem notaleg aðstaðan hefur upp á að bjóða.