Hótel

Svíta

Glæsileg svíta fyrir tvo

Bókunarstaða

Hótel í Kerlingarfjöllum

Svíta

Nútímaleg og glæsileg herbergi þar sem hlýlegur viður í innréttingum og húsgögnum blandast áreynslulaust við náttúruleg efni og sígilda hönnun. Hvert smáatriði er sérstaklega hugsað til að skapa athvarf fyrir fullkomna afslöppun á hálendinu. Svíturnar eru staðsettar á efri hæð hótelsins með stórfenglegt útsýni til fjalla. Í svítunum eru svalir með notalegu útisvæði og heitum potti þar sem hægt er að láta líða úr sér í stórbrotnu umhverfi.

Innifalið

 • Morgunverðarhlaðborð
 • Aðgangur að böðunum
 • Wi-Fi
 • Farangursþjónusta
 • Sögustund og fordrykkur (á vetrartímabili)
 • Stjörnuskoðun (á vetrartímabili)

Skipulag

Nánar

 • Útsýni til fjalla
 • Stærð: 44 m²
 • Hámarksfjöldi gesta: tveir fullorðnir
 • Hjónarúm
 • Sloppar
 • Verönd með heitum potti
 • Setustofa
 • Hreinlætisvörur á baðherbergi
 • Te- og kaffiaðstaða
 • Sérbaðherbergi með sturtu
 • Hárþurrka
 • Rúmföt og handklæði
 • Farangursþjónusta
 • Herbergisþjónusta