Einföld gisting

Svefnskálar

Svefnpokapláss fyrir tveggja til fimmtán manna hópa. Fullkomið fyrir ævintýrafara sem kjósa að ferðast létt.

Opnir á sumrin

Svefnskálar

Svefnpokapláss fyrir ævintýrafara sem ferðast létt. Alvöru hálendisupplifun í stórbrotnu umhverfi. Svefnskálarnir, sem við köllum stundum nípur, eru leigðir til tveggja til fimmtán manna hópa og í hverjum skála er svefnpokaaðstaða. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu, salernum, sturtu og útigrilli í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu. Gestir geta auka þess borðað á veitingastaðnum á hótelinu og keypt aðgang að Hálendisböðunum.

Svefnskáli (fyrir 2)

15 m² svefnskáli með tveimur einstaklingsrúmum og salerni.

Svefnskáli (fyrir 3)

27 m² svefnskáli með þremur einstaklingsrúmum og salerni.

Svefnskáli (fyrir 6)

33 m² svefnskáli með tveimur hjónarúmum, fjórum einstaklingsrúmum og salerni.

Skáli (fyrir 15)

Skálagisting fyrir 15 manna hópa. Njóttu þess að skríða ofan í svefnpokann eftir góðan dag í frábærum félagsskap á fjöllum. Í skálanum er eldunaraðstaða ásamt salerni, og svo er sturtuaðstaða á tjaldsvæðinu.

Nýtt og glæsilegt

Þjónustuhús

Salerni, sturtur, eldunaraðstaða og útigrill gera dvölina í Kerlingarfjöllum þægilega og aðgengilega. Í þjónustuhúsinu fá gestir á tjaldsvæði og í skálum aðgang að öllu sem til þarf í ferðalagi á fjöllum.

Algengar spurningar

Við allra hæfi

Kynntu þér úrval gistimöguleika

Hostel

Herbergin okkar umvefja þig hlýju og sveitasjarma.

Nánar

Hótel

Notaleg og fallega hönnuð herbergi sjá til þess að gestir upplifi alvöru þægindi á hálendi Íslands.

Nánar