Einföld gisting

Svefnskálar

Svefnpokapláss fyrir tveggja til fimmtán manna hópa. Fullkomið fyrir ævintýrafara sem kjósa að ferðast létt.

Opnir á sumrin

Svefnskálar

Svefnpokapláss fyrir ævintýrafara sem ferðast létt. Alvöru hálendisupplifun í stórbrotnu umhverfi. Svefnskálarnir, sem við köllum stundum nípur, eru leigðir til tveggja til fimmtán manna hópa og í hverjum skála er svefnpokaaðstaða. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu, salernum, sturtu og útigrilli í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu. Gestir geta auka þess borðað á veitingastaðnum á hótelinu og keypt aðgang að böðunum.

Svefnskáli (fyrir 2)

15 m² svefnskáli með tveimur einstaklingsrúmum, salerni og sturtu.

Svefnskáli (fyrir 3)

27 m² svefnskáli með þremur einstaklingsrúmum og salerni.

Svefnskáli (fyrir 6)

33 m² svefnskáli með tveimur hjónarúmum, fjórum einstaklingsrúmum og salerni.

Skáli (fyrir 15)

67 m² svefnskáli með aðstöðu fyrir fimmtán gesti, salerni og eldhúsi.

Nýtt og glæsilegt

Þjónustuhús

Salerni, sturtur, eldunaraðstaða og útigrill gera dvölina í Kerlingarfjöllum þægilega og aðgengilega. Í þjónustuhúsinu fá gestir á tjaldsvæði og í skálum aðgang að öllu sem til þarf í ferðalagi á fjöllum.

Algengar spurningar