Kerlingarfjöll eru kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands - heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað og ótal afþreyingarmöguleika.
VELLÍÐAN Á FJÖLLUM
Hálendisböðin
Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.
NánarÆvintýrið byrjar hér
Þægindi á fjöllum
Heilsársáfangastaður í hjarta hálendisins. Við bjóðum upp á gistingu við allra hæfi, hvort sem þú kýst einfalda skálagistingu, notalegt hótelherbergi eða framúrskarandi þægindi í einkaskála.
Nærandi núvitund
Heilsuhelgi á hálendinu
Endurnærandi ferð fyrir konur dagana 27.-29. september. Sérstök áhersla verður lögð á heilsu og vellíðan. Ásdís Ragna grasalæknir og María Dalberg jógakennari verða á staðnum og sjá til þess að veita gestum orkugefandi og eftirminnilega upplifun í hjarta hálendisins.
Lesa meiraDagsferð frá Reykjavík
Kerlingarfjöll á einum degi
Upplifðu náttúruöflin í Hveradölum og njóttu þess svo að slaka á í Hálendisböðunum með óviðjafnanlegt útsýni til fjalla. Þessari ævintýralegu dagsferð fylgir akstur frá Reykjavík og alla leið upp í Hveradali.
NánarOpið allt árið
Hvenær viltu koma í heimsókn?
Árstíðirnar breytast og fjöllin með. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval gistingar yfir allt árið og ýmiss konar afþreyingu sem er sérsniðin að aðstæðum hverju sinni. Smelltu hér til að lesa meira.
Notalegt á fjöllum
Veitingastaðurinn
Bistró-stemning á hálendinu. Veitingastaðurinn sameinar sælkeramat í hæsta gæðaflokki, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum.
NánarBúðu þig undir ævintýri
Kort af svæðinu
Einkaskáli
Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.
Veitingastaðurinn
Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.
Hálendisböðin
Hostel – Alda
Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.
Hótel - Hamar
Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.
Svefnskáli
Svefnpokaaðstaða fyrir 15 manna hópa með eldhúsi og salernum. Opið á sumrin.
Svefnskáli
Nípur eru svefnskálar þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opið á sumrin.
Tjaldsvæði
Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.
Þjónustuhús tjaldsvæðis
Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.
Aðkoman
Leiðin til fjalla
Ferðin í Kerlingarfjöll liggur um Kjalveg. Á sumrin er hann vel fær bílum en á veturna er farið á sérútbúnum fjallajeppum sem ekið er af atvinnubílstjórum.
Lesa meira