Highland Base - Kerlingarfjöll

Highland Base Kerlingarfjöll er kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands - heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað og ótal afþreyingarmöguleika. Opnum 1. júlí.

Þjónustumiðstöð tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða við gesti á tjaldsvæði og í svefnhúsum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.

Hótelskálar

Gisting í sérbýli hönnuð með hámarks þægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Veitingahús Highland Base

Notalegur veitingastaður sem tekur 80 manns í sæti þar sem boðið er upp á matseðil með bistro-brag, hlaðborð og setustofu.

Highland Base böð

Opnun 1. október 2023.

Highland Base Hótel – Sígilda álman

Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.

Highland Base Hótel

Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.

Svefnpokapláss í skála

Svefnpokaaðstaða í sameiginlegu rými með eldhúsi og salernum. Opið á sumrin.

Svefnskálar

Gistihús með A-þaki þar sem gestir geta valið uppábúin rúm eða svefnpokapláss. Opin á sumrin.

Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.

Þjónustumiðstöð tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða við gesti á tjaldsvæði og í svefnhúsum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.

Hótelskálar

Gisting í sérbýli hönnuð með hámarks þægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Eitthvað við allra hæfi

Gisting

Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Í Kerlingarfjöllum finnur þú þinn sælustað uppi á öræfum.

Notalegt á fjöllum

Veitingahús Highland Base

Bistró-stemning á hálendinu. Veitingahús Highland Base sameinar sælkeramat í hæsta gæðaflokki, einstakt úsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum. 

Kanna nánar

Allt árið um kring

Ævintýri

Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið. Hér býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða.

Kanna nánar

Vellíðan á fjöllum

Böðin í Highland Base

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla. Opnum í október 2023.

Böðin í Highland Base

Aðkoman

Leiðin til fjalla

Ferðin í Kerlingarfjöll liggur um Kjalveg. Á sumrin er hann vel fær bílum en á veturna er farið á sérútbúnum fjallajeppum sem ekið er af atvinnubílstjórum.

Lesa meira

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna. Eina leiðin til okkar er á á sérútbúnum fjallajeppum sem ekið er af atvinnubílstjórum.

Ævintýralegt starf

Laus störf

Viltu verða hluti af teyminu okkar? Ævintýrin bíða þín í Kerlingarfjöllum.

Skoða laus störf

View from the car