Kerlingarfjöll

Ævintýrin bíða þín

Kerlingarfjöll eru kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands - heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað og ótal afþreyingarmöguleika. Við opnuðum dyrnar í júlí og tökum hlýlega á móti öllum þó enn sé unnið að frágangi á svæðinu. Nánar.

9.-11. febrúar

Gönguskíðahelgi

Þriggja daga skíðagöngunámskeið í hjarta hálendisins. Skíðaganga fyrir byrjendur og lengra komna og dekur að hætti Kerlingarfjalla. Tryggðu þér pláss.

Nánar

Einkaskáli

Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Böðin

Opna í vetur.

Veitingastaðurinn

Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.

Hostel – Alda

Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.

Hótel - Hamar

Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.

Svefnskáli

Svefnpokaaðstaða fyrir 15 manna hópa með eldhúsi og baðherbergi. Opið á sumrin.

Svefnskáli

Nípur eru svefnskálar með A-þaki þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opin á sumrin.

Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.

Þjónustuhús tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.

Eitthvað við allra hæfi

Gisting

Hvort sem þý kýst herbergi, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Í Kerlingarfjöllum finnur þú þinn sælustað uppi á öræfum.

Gjafir við allra hæfi 

Ævintýraleg gjafabréf

Gefðu einstaka upplifun á afskekktum slóðum.

Gjafabréf

Notalegt á fjöllum

Veitingastaðurinn

Bistró-stemning á hálendinu. Veitingastaðurinn okkar sameinar sælkeramat í hæsta gæðaflokki, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum.

Skoða

Kerlingarfjöll

Hátíðlegt tilboð

Tvær helgar í boði

Hátíðleg helgi

Jólamatur og gisting á hátíðarkjörum. Gerðu eitthvað nýtt í aðdraganda jóla og njóttu aðventunnar í kyrrðinni í Kerlingarfjöllum.

Skoða nánar

Upplifun í einstöku umhverfi

Vetrarævintýri

Á veturna eru ævintýrin við hvert fótmál í Kerlingarfjöllum. Gönguskíði, fjallaskíði, snjósleðaferðir og gönguferðir á snjóþrúgum. Þitt er valið um ógleymanlega upplifun.

Skoða

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum einnig upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum.

Skoða

Vellíðan á fjöllum

Böðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með ógleymanlegt útsýni yfir drifhvíta draumaveröld óbyggðanna. Böðin opna í vetur.

Skoða

Vetrarævintýri

Stjörnuskoðun

Myrkrið í Kerlingarfjöllum skapar kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október-apríl.

Endurnærandi fróðleikur

Sögustund á vetrarkvöldi

Við bjóðum gestum upp á drykk á meðan sérfróða starfsfólkið okkar segir okkur allt sem það veit um Kerlingarfjöll. Þau deila sögum af fyrstu göngugörpunum til að sigra tindana í Kerlingarfjöllum á 5. áratugnum, fræða okkur um nærliggjandi náttúru og útskýra þróun mannvirkjagerðar í þessum afskekktu og krefjandi aðstæðum — allt frá byggingu fyrsta skálans til skíðaskólans margrómaða, og áfram um hótelið sem nú er risið.

Boðið er upp á sögustund ásamt drykk á hverjum degi kl. 17:00 í október-maí.

Ævintýralegt starf

Laus störf

Viltu verða hluti af teyminu okkar? Ævintýrin bíða þín í Kerlingarfjöllum.

Skoða laus störf