Kerlingarfjöll kalla

Þægindi á fjöllum

Heilsársáfangastaður í hjarta hálendisins. Við bjóðum upp á gistingu við allra hæfi, hvort sem þú kýst einfalda skálagistingu, notalegt hótelherbergi eða framúrskarandi þægindi í einkaskála.

Búðu þig undir ævintýri

Kort af svæðinu

Einkaskáli

Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Böðin

Opna í vetur.

Veitingastaðurinn

Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.

Hostel – Alda

Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.

Hótel - Hamar

Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.

Svefnskáli

Nípur eru svefnskálar þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opin á sumrin.

Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.

Þjónustuhús tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.

ALLAN ÁRSINS HRING

Dagskrá

Við bjóðum upp á úrval skíðaferða, töfrandi stjörnuskoðun, spennandi snjósleðaleiðangra – og svo ótal margt fleira. Kynntu þér yfirlit yfir viðburði, afþreyingu, tilboð og önnur skipulögð skemmtilegheit í Kerlingarfjöllum.

Nánar

27. júlí 2024

Kerlingarfjöll Ultra

Nýtt utanvegahlaup sem fer fram í hjarta hálendisins. Þrjár hlaupaleiðir í boði.

Nánar

Notalegt á fjöllum

Veitingastaðurinn

Bistró-stemning á hálendinu. Veitingastaðurinn okkar sameinar sælkeramat í hæsta gæðaflokki, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum.

Nánar

Upplifun í einstöku umhverfi

Vetrarævintýri

Á veturna eru ævintýrin við hvert fótmál í Kerlingarfjöllum. Gönguskíði, fjallaskíði, snjósleðaferðir og gönguferðir á snjóþrúgum. Þitt er valið um ógleymanlega upplifun.

Nánar

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum einnig upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum.

Nánar

Vellíðan á fjöllum

Böðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með ógleymanlegt útsýni yfir drifhvíta draumaveröld óbyggðanna. Böðin opna í vetur.

Nánar

Gjafir við allra hæfi 

Ævintýraleg gjafabréf

Gefðu einstaka upplifun á afskekktum slóðum.

Gjafabréf

Ævintýralegt starf

Laus störf

Viltu verða hluti af teyminu okkar? Ævintýrin bíða þín í Kerlingarfjöllum.

Skoða laus störf