Hlýtt og heimilislegt

Hostel

Herbergin okkar umvefja þig hlýju og sveitasjarma.

Einföld þægindi

Hostel á hálendinu

Einföld gisting í tveggja manna herbergjum eða fjölskylduherbergjum sem eru í senn notaleg og nútímaleg.

Nærandi afslöppun

Innifalið

Einkaherbergi

Hlýleg tveggja manna herbergi með allt til alls til að slaka vel á í hjarta hálendisins. Ef ævintýraþráin gengur í ættir henta fjölskylduherbergin fullkomlega en þar eru kojur í Queen-stærð.

Tveggja manna herbergi (Standard twin)

  • Stærð: 18 m²

  • Tvö einstaklingsrúm

  • Fjöldi gesta: 2 fullorðnir

  • Sérbaðherbergi með sturtu

Nánar

Fjölskylduherbergi

(Standard family)

  • Stærð: 18 m²

  • Kojur í Queen-stærð

  • Fjöldi gesta: 4 einstaklingar (2 fullorðnir / 2 börn)

  • Sérbaðherbergi með sturtu

Nánar

Bragðgóðar hefðir

Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn sameinar hefðbundna íslenska matargerð, einstakt útsýni og notalegt andrúmsloft á fjöllum. Sannkölluð bistró-stemning á hálendinu.

Nánar

Nærandi og notalegt

Innifalið

Við viljum tryggja að dvölin verði bæði ánægjuleg og eftirminnileg og bjóðum gestum því aðgang að Hálendisböðunum, þar sem hægt er að slaka á með einstakt útsýni til fjalla. Yfir vetrarmánuðina bjóðum við gestum einnig í sögustund, fordrykk og stjörnuskoðun með sjónaukanum okkar.

Við allra hæfi

Kynntu þér úrval gistimöguleika

Hótel

Notaleg og fallega hönnuð herbergi sjá til þess að gestir upplifi alvöru þægindi á hálendi Íslands.

Nánar

Einkaskáli

Glæsilegir einkaskálar hannaðir með hámarksþægindi í huga. Algjört næði í nánd við náttúruna í Kerlingarfjöllum.

Nánar