Á fljúgandi ferð

Snjósleðar

Það jafnast fátt á við að þeysa yfir ísbreiðurnar og upplifa hálendið frá öðru sjónarhorni. 

Á fljúgandi ferð

Snjósleðar

Það jafnast fátt á við að þeysa yfir ísbreiðurnar og upplifa hálendið frá öðru sjónarhorni. 

Snævi þakin skemmtun

Snjósleðaferðir

Jökullandslagið kallar beinlínis á létt og meðfærileg farartæki og þar er snjósleðinn fremstur í flokki. Yfir vetrartímann bjóðum við upp á skipulagðar klukkustundarlangar snjósleðaferðir frá hótelinu sem eru kjörnar til þess að kynnast þessu skemmtilega farartæki og kanna fannir friðlandsins. 

Þau sem vilja skipuleggja heila helgi í kringum ævintýri á snjósleða geta bókað tveggja nátta ævintýraferð sem felur í sér gistingu á hótelinu í tvær nætur og nær hápunkti með snjósleðaferð með leiðsögn, þar sem brunað er yfir brakandi brekkur. Þá gefst líka tími til að nýta aðrar gjafir vetrarins, horfa upp í næturhimininn fjarri allri ljósmengun, njóta kvöldverðar á veitingastaðnum og láta líða úr sér í yljandi Hálendisböðunum. 

Þau sem eiga snjósleða geta að sjálfsögðu ferðast um ægifegurðina í Kerlingarfjöllum á eigin farartæki. 

Snjósleðaparadís 

Skipulagðar snjósleðaferðir

Þú getur valið annað hvort klukkustundarlanga snjósleðaferð með leiðsögn eða tveggja nátta ævintýrapakka þar sem gist er á hótelinu og farið er um friðlandið á sleða. 

  • Snjósleðaævintýri með leiðsögn

    Við förum um snævi þakið landslag og snjóbreiður á snjósleðum í fjörugri ferð upp á Fannborg og í átt að Hofsjökli. Ævintýraleg leið sem er aldrei eins — en alltaf hörkuspennandi!

    Allar helgar frá desember til maí

    Meira
  • Spennandi snjósleðaævintýri

    Tveggja nátta ferð þar sem hápunktinum er náð í snjósleðaferð um þetta magnaða svæði.

    Allar helgar frá desember til maí

    Meira

Einkaleiðsögn

Snjósleðaferð með einkaleiðsögn

Hafðu samband við okkur til að fá sérsniðið tilboð.

Senda fyrirspurn