Kraftmikil skemmtun

Spennandi snjósleðaævintýri

Tveggja nátta ferð þar sem hápunktinum er náð í snjósleðaferð um þetta magnaða svæði.

Bóka

Vetrarævintýri

Hraði og spenna uppi á öræfum

Í þessari tveggja nátta ferð munum við kanna stórfenglegt friðlandið í spennuþrungnum 60 mínútna snjósleðaleiðangri. Við brunum upp á Fannborg og rennum okkur yfir ísbreiður í átt að Hofsjökli. Auk þess verður gestum boðið í ævintýralega afþreyingu í fylgd leiðsögumanns sem sér til þess að fræða gesti um þessa stórbrotnu náttúruperlu.

Nánari upplýsingar

 • Verð frá 167,400 kr. fyrir tvo í Deluxe herbergi

 • Tvær nætur

 • Ferðin er í boði frá 1. des 2024 – 31. maí 2024

 • Brottfarir á fimmtudögum og föstudögum

Innifalið

 • Gisting í tvær nætur

 • Morgunverður

 • Sögustund og fordrykkur

 • Snjósleðaferð með leiðsögn (2 gestir á sleða)

 • Afþreying dagsins

 • Stjörnuskoðun* (háð veðri)

  Akstur, máltíðir, drykkir og aðgangur í aðra afþreyingu fylgja ekki

Afþreyingarleiðsögn

Við bjóðum gestum í afþreyingu dagsins á þessu einstaka svæði. Gjarnan er farið í stutta gönguferð um svæðið og er afþreyingin sérsniðin að árstíð, aðstæðum og veðri hverju sinni.

Nánar

Hápunktar ferðarinnar

Veitingastaðurinn

Einstakt útsýni og ljúffengur matur sem veitir orku fyrir ævintýri á fjöllum.

Nánar

Snjósleðaferðir

Á vélsleða kannar þú ósnortið landslag hálendisins meðan adrenalínið ólgar í æðunum.

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Nánar

Stjörnuskoðun

Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.

Nánar

Afþreying dagsins

Við bjóðum gestum í ævintýri sem er sérsniðið að árstíð og aðstæðum hverju sinni.

Nánar

Ógleymanleg ævintýraför

Leiðin til fjalla um vetur

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum. Mundu að bóka akstur fyrir ferðina.

Nánar

Búðu þig undir ævintýri

Upplifun sem gleymist aldrei

Tryggðu þér pláss í spennandi ævintýri og notalega afslöppun í hjarta hálendisins.

Bóka