
Kraftmikil skemmtun
Spennandi snjósleðaævintýri
Tveggja nátta ferð þar sem hápunktinum er náð í snjósleðaferð um þetta magnaða svæði.
BókaVetrarævintýri
Hraði og spenna uppi á öræfum
Í þessari tveggja nátta ferð munum við kanna stórfenglegt friðlandið í spennuþrungnum 60 mínútna snjósleðaleiðangri. Við brunum upp á Fannborg og rennum okkur yfir ísbreiður í átt að Hofsjökli. Auk þess verður gestum boðið í ævintýralega afþreyingu í fylgd leiðsögumanns sem sér til þess að fræða gesti um þessa stórbrotnu náttúruperlu.
Nánari upplýsingar
Verð frá 156,800 kr. fyrir tvo í Deluxe herbergi
Tvær nætur
Ferðin er í boði frá 1. des 2024 – 31. maí 2024
Brottfarir á fimmtudögum og föstudögum


Innifalið
Gisting í tvær nætur
Morgunverður
Sögustund og fordrykkur
Snjósleðaferð með leiðsögn (2 gestir á sleða)
Afþreying dagsins
Stjörnuskoðun* (háð veðri)
Akstur, máltíðir, drykkir og aðgangur í aðra afþreyingu fylgja ekki





Afþreyingarleiðsögn
Við bjóðum gestum í afþreyingu dagsins á þessu einstaka svæði. Gjarnan er farið í stutta gönguferð um svæðið og er afþreyingin sérsniðin að árstíð, aðstæðum og veðri hverju sinni.
Nánar


Hápunktar ferðarinnar

Snjósleðaferðir
Á vélsleða kannar þú ósnortið landslag hálendisins meðan adrenalínið ólgar í æðunum.


Stjörnuskoðun
Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.
Nánar
Afþreying dagsins
Við bjóðum gestum í ævintýri sem er sérsniðið að árstíð og aðstæðum hverju sinni.
Nánar

Ógleymanleg ævintýraför
Leiðin til fjalla um vetur
Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum. Mundu að bóka akstur fyrir ferðina.
Nánar
Búðu þig undir ævintýri
Upplifun sem gleymist aldrei
Tryggðu þér pláss í spennandi ævintýri og notalega afslöppun í hjarta hálendisins.
Bóka