15. júní-30. september

Sumar í Kerlingarfjöllum

Sumar á fjöllum

Ævintýri undir miðnætursól

Fjöllin vakna til lífsins yfir þessa stuttu en dásamlegu árstíð þegar snjó tekur að leysa og ótrúleg litadýrð landsins kemur í ljós. Yfir sumarið er hitastig milt og náttúruleg birta alltumlykjandi því jafnvel þegar sólin sest í örskamma stund situr hún rétt við sjóndeildarhringinn. Hér bíður heill heimur ævintýra.

Notaleg aðstaða

Gisting

Við erum heilsársáfangastaður og bjóðum á sumrin upp á gistingu á tjaldsvæði, í svefnskálum, notalegum herbergjum, fallegum svítum og glæsilegum einkaskálum. Finndu þitt athvarf í hjarta hálendisins.

Kannaðu óþekktar slóðir

Sumarævintýri

Sumar í Kerlingarfjöllum er sannkölluð paradís fyrir ævintýragjarna ferðalanga. Hér býðst ferðafólki úrval afþreyingar á borð við hjólaferðir og gönguleiðir sem tilvalið er að þræða yfir bjartasta tíma ársins, ýmist með leiðsögn eða á eigin vegum.

Nánar

Umvafin hlýju

Heit hálendisböð

Hvort sem þú vilt safna orku fyrir ævintýri dagsins eða ná endurnærandi slökun eftir ferðalag á fjöllum er kjörið að njóta slökunar í heitum uppsprettum Kerlingarfjalla.

Nánar

Ógleymanlegt ferðalag

Ferðin til fjalla á sumrin

Yfir sumarið er yfirleitt fært til okkar á fólksbílum. Gestir geta einnig bókað akstur.

Nánar

Búðu þig undir ferðalagið

Kort af svæðinu

Einkaskáli

Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Veitingastaðurinn

Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.

Hálendisböðin

Hótel – Aldan

Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.

Hótel - Hamar

Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.

Svefnskáli

Svefnpokaaðstaða fyrir 15 manna hópa með eldhúsi og salernum. Opið á sumrin.

Svefnskáli

Nípur eru svefnskálar þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opið á sumrin.

Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.

Þjónustuhús tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.