Árið um kring

Ævintýri í Highland Base

Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring.

Árið um kring

Ævintýri í Highland Base

Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring.

Sumar

Gönguleiðir

Heill heimur bíður þess að þú leggir hann að fótum þér. Í Kerlingarfjöllum eru gönguleiðir við allra hæfi – langar sem stuttar, auðveldar og meira krefjandi.

Sumar

Fjallahjólreiðar

Festu á þig hjálminn og hjólaðu um óbyggðirnar. Leiðangur á hjóli um einstakt landslag Kerlingarfjalla er upplifun sem aldrei gleymist.

Vetur

Snjósleðaferðir

Framundan eru óbyggðir og ógleymanleg ævintýri. Á vélsleða kannar þú ósnortið landslag hálendisins meðan adrenalínið ólgar í æðunum.

Sumar/Vetur

Fjallaskíði

Vetur, sumar, vor og haust – skíðatímabilinu lýkur aldrei í Kerlingarfjöllum. Gakktu á fjöllin og skíðaðu niður brekkurnar í anda fyrstu könnuða Kerlingarfjalla.

Vetur

Gönguskíði

Renndu þér yfir snjóbreiður Kerlingarfjalla og upplifðu ósnortna náttúruna. Hvort sem þú ferð lengri leið eða skemmri muntu snúa aftur með ógleymanlegar minningar.