Árið um kring

Ævintýri í Kerlingarfjöllum

Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring.

Árið um kring

Ævintýri í Kerlingarfjöllum

Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring.

Sumar

Gönguleiðir

Heill heimur bíður þess að þú leggir hann að fótum þér. Í Kerlingarfjöllum eru gönguleiðir við allra hæfi – langar sem stuttar, auðveldar og meira krefjandi.

Vetur

Snjósleðaferðir

Fram undan eru ógleymanleg ævintýri í óbyggðunum. Á vélsleða kannar þú ósnortið landslag hálendisins meðan adrenalínið ólgar í æðunum.

Skoða nánar

Vetur

Skoðunarferðir

Sjáðu ósnortna og einstaka náttúrufegurð hálendisins með eigin augum. Mögnuð upplifun með minni fyrirhöfn – allt innan seilingar í Kerlingarfjöllum. Einföld leið að ógleymanlegum minningum.

Vetur

Skíðaferðir

Festu á þig skíðin og farðu á vit ævintýranna. Umhverfið í óbyggðum Kerlingarfjalla er engu líkt og býður upp á einstaka möguleika til skíðaiðkunar.

Skoða nánar

Vetrarævintýri

Stjörnuskoðun

Myrkrið í Kerlingarfjöllum skapar kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun. Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir. Norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimni í alltumlykjandi næturmyrkri, án nokkurrar truflunar frá ljósmengun sem varla verður vart við á svæðinu. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október-apríl.