1. október-14. júní

Vetur í Kerlingarfjöllum

Vetur á fjöllum

Öfgar uppi á öræfum

Veturinn á Íslandi er sérstaklega heillandi í Kerlingarfjöllum þar sem heit hverasvæði og snævi þaktar jökulbreiður mætast undir stjörnubjörtum næturhimni í sannkölluðu vetrarríki. Hér er hægt að fara í ísköld ævintýri sem eru engu öðru lík.

Notaleg aðstaða

Gisting

Við erum heilsársáfangastaður og bjóðum á veturna upp á gistingu í notalegum herbergjum, fallegum svítum og glæsilegum einkaskálum. Finndu þitt athvarf í hjarta hálendisins.

Kannaðu óþekktar slóðir

Vetrarævintýri

Gönguskíði. Fjallaskíði. Snjósleðaferðir. Gönguferðir um hverasvæði. Við bjóðum upp á úrval afþreyingar yfir veturinn í Kerlingarfjöllum.

Nánar

Nærandi og notalegt

Innifalið

Við viljum tryggja að dvölin verði bæði ánægjuleg og eftirminnileg og bjóðum gestum því aðgang að Hálendisböðunum, þar sem hægt er að slaka á með einstakt útsýni til fjalla. Yfir vetrarmánuðina bjóðum við gestum einnig í sögustund, fordrykk og stjörnuskoðun með sjónaukanum okkar.

Ógleymanlegt ferðalag

Ferðin til fjalla á veturna

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært til okkar á sérútbúnum fjallajeppum. Gestir geta bókað akstur með þrautreyndum atvinnubílstjórum.

Nánar

Búðu þig undir ferðalagið

Kort af svæðinu

Einkaskáli

Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.

Hálendisböðin

Veitingastaðurinn

Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.

Hótel - Aldan

Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.

Hótel - Hamar

Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.

Svefnskáli

Nípur eru svefnskálar þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opin á sumrin.

Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.

Þjónustuhús tjaldsvæðis

Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.